Frægir renndu fyrir þann stóra

Á ferðalagi | 15. júlí 2025

Frægir renndu fyrir þann stóra

Fjölmargir þjóðþekktir Íslendingar elska fátt meira en að klæða sig í veiðigallann, grípa í veiðistöngina, þá sérstaklega í blíðskaparveðri, og renna fyrir fisk í einni af fjölmörgum veiðiám landsins.

Frægir renndu fyrir þann stóra

Á ferðalagi | 15. júlí 2025

Þessi taka sig vel út með fiskinn.
Þessi taka sig vel út með fiskinn. Samsett mynd

Fjöl­marg­ir þjóðþekkt­ir Íslend­ing­ar elska fátt meira en að klæða sig í veiðigall­ann, grípa í veiðistöng­ina, þá sér­stak­lega í blíðskap­ar­veðri, og renna fyr­ir fisk í einni af fjöl­mörg­um veiðiám lands­ins.

Fjöl­marg­ir þjóðþekkt­ir Íslend­ing­ar elska fátt meira en að klæða sig í veiðigall­ann, grípa í veiðistöng­ina, þá sér­stak­lega í blíðskap­ar­veðri, og renna fyr­ir fisk í einni af fjöl­mörg­um veiðiám lands­ins.

En eins og all­ir al­vöru veiðiá­huga­menn vita þá er eitt það mik­il­væg­asta, það sem full­komn­ar góða veiðiferð, að sjálf­sögðu ljós­mynd­in sem sýn­ir veiðimann­inn standa stolt­an með feng dags­ins í hönd­un­um, mynd­in sem birt­ist net­verj­um nán­ast dag­lega á sam­fé­lags­miðlum, enda eins og sum­ir segja: „Ef það birt­ist ekki á net­inu, þá gerðist það ekki.“

Í til­efni þess að veiðisum­arið mikla er farið af stað með stæl ákvað ferðavef­ur mbl.is að taka sam­an nokkr­ar flott­ar mynd­ir af ís­lensk­um veiðigörp­um sem tókst að landa þeim stóra ný­verið.

Bubbi Mort­hens!

Bubbi Mort­hens er einn þeirra Íslend­inga sem sjaldn­ast sleppa góðum veiðidegi. Áin hef­ur rödd og Bubbi hlust­ar með hjart­anu, eins og hann sjálf­ur seg­ir.

Skjá­skot/​In­sta­gram

Hall­grím­ur Ólafs­son!

Leik­ar­inn Hall­grím­ur Ólafs­son er gjarn­an kallaður Halli Melló en það seg­ir hann til­komið frá upp­eld­is­ár­um sín­um á Skag­an­um. Í gær steig hann skref­inu lengra og varð að sjálf­um „veiði-melló“. 

Skjá­skot/​In­sta­gram

Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir!

Borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, lét ekki veiðiferðina fram hjá sér fara. 

Skjá­skot/​In­sta­gram

Yesmine Ols­son!

 Yesmine Ols­son, kokk­ur og dans­ari, náði ein­um góðum á grillið.

Skjá­skot/​In­sta­gram

Inga Lind Karls­dótt­ir!

Fjöl­miðlakon­an Inga Lind Karls­dótt­ir, eig­andi Skot Producti­ons, er eng­inn au­kvisi með veiðistöng­ina og finnst aug­ljós­lega ekk­ert leiðin­legt að pósa með einn væn­an lax sér í hendi.

Skjá­skot/​In­sta­gram

Jógv­an Han­sen!

Söngv­ar­inn Jógv­an Han­sen var held­ur bet­ur ánægður með urriðann, brosið seg­ir eig­in­lega allt sem segja þarf.

Skjá­skot/​In­sta­gram

Bjarni Bene­dikts­son!

Fyrr­um for­sæt­is­ráðherra, Bjarni Bene­dikts­son, er mik­ill veiðiá­hugamaður, svo mik­ill reynd­ar, að hann lét prjóna sér­staka laxapeysu á sig og son sinn. 

Skjá­skot/​In­sta­gram

Björg Magnús­dótt­ir!

Björg Magnús­dótt­ir, fjöl­miðlakona og stjórn­mála­fræðing­ur, veit greini­lega hvernig á að landa þeim stóra! Veiðisum­ar í sinni allra glæsi­leg­ustu mynd.

Skjá­skot/​In­sta­gram



mbl.is