Gengu í hjónaband eftir 11 ára samband

Poppkúltúr | 15. júlí 2025

Gengu í hjónaband eftir 11 ára samband

Leikaraparið Tim Daly og Téa Leoni gekk í hjónaband um liðna helgi.

Gengu í hjónaband eftir 11 ára samband

Poppkúltúr | 15. júlí 2025

Téa Leoni og Tim Daly.
Téa Leoni og Tim Daly. Skjáskot/IMDb

Leik­arap­arið Tim Daly og Téa Leoni gekk í hjóna­band um liðna helgi.

Leik­arap­arið Tim Daly og Téa Leoni gekk í hjóna­band um liðna helgi.

Brúðkaupið fór fram í New York-borg að viðstödd­um nán­ustu vin­um og vanda­mönn­um pars­ins.

Daly, 69 ára, og Leoni, 59 ára, kynnt­ust á töku­setti þátt­araðar­inn­ar Madam Secret­ary árið 2014 og byrjuðu sam­an stuttu seinna.

Leik­ar­arn­ir, sem léku hjón í póli­tísku dramaþáttaröðinni sem sýnd var á ár­un­um 2014 til 2019, héldu sam­band­inu leyndu í nokkra mánuði, en op­in­beruðu ást sína á White Hou­se Cor­respond­ents Dinner-viðburðinum í apríl 2015.

Daly var kvænt­ur leik­kon­unni Amy Van Nostrand á ár­un­um 1982 til 2010 og á með henni tvö upp­kom­in börn.

Leoni er tví­skil­in. Hún var gift sjón­varps­fram­leiðand­an­um Neil Joseph Tar­dio Jr. í tæp fjög­ur ár, eða frá 1991 til 1995, og gekk svo í hjóna­band með leik­ar­an­um Dav­id Duchovny tveim­ur árum síðar, aðeins átta vik­um eft­ir að þau kynnt­ust.

Leoni og Duchovny, sem er hvað þekkt­ast­ur fyr­ir hlut­verk sitt í The X Files, skildu eft­ir 13 ára hjóna­band árið 2014, nokkr­um mánuðum áður en hún tók sam­an við Daly. Leoni og Duchovny eiga tvö börn.

mbl.is