Leikaraparið Tim Daly og Téa Leoni gekk í hjónaband um liðna helgi.
Leikaraparið Tim Daly og Téa Leoni gekk í hjónaband um liðna helgi.
Leikaraparið Tim Daly og Téa Leoni gekk í hjónaband um liðna helgi.
Brúðkaupið fór fram í New York-borg að viðstöddum nánustu vinum og vandamönnum parsins.
Daly, 69 ára, og Leoni, 59 ára, kynntust á tökusetti þáttaraðarinnar Madam Secretary árið 2014 og byrjuðu saman stuttu seinna.
Leikararnir, sem léku hjón í pólitísku dramaþáttaröðinni sem sýnd var á árunum 2014 til 2019, héldu sambandinu leyndu í nokkra mánuði, en opinberuðu ást sína á White House Correspondents Dinner-viðburðinum í apríl 2015.
Daly var kvæntur leikkonunni Amy Van Nostrand á árunum 1982 til 2010 og á með henni tvö uppkomin börn.
Leoni er tvískilin. Hún var gift sjónvarpsframleiðandanum Neil Joseph Tardio Jr. í tæp fjögur ár, eða frá 1991 til 1995, og gekk svo í hjónaband með leikaranum David Duchovny tveimur árum síðar, aðeins átta vikum eftir að þau kynntust.
Leoni og Duchovny, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í The X Files, skildu eftir 13 ára hjónaband árið 2014, nokkrum mánuðum áður en hún tók saman við Daly. Leoni og Duchovny eiga tvö börn.