Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vonast til þess að Evróputengd málefni verði ofarlega á blaði þegar þing kemur aftur saman í haust.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vonast til þess að Evróputengd málefni verði ofarlega á blaði þegar þing kemur aftur saman í haust.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vonast til þess að Evróputengd málefni verði ofarlega á blaði þegar þing kemur aftur saman í haust.
Þó þurfi að sjá til með það hvort umræða um mögulega þjóðaratkvæðagreiðsla um að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið verði á dagskrá í haust.
Þetta segir utanríkisráðherrann í samtali við mbl.is að loknum seinasta ríkisstjórnarfundi fyrir sumarfrí.
Verða Evróputengd málefni ofarlega á blaði við upphaf nýs þings? Er til að mynda umræða um mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu væntanleg í haust?
„Við þurfum að sjá til með það. Það er margt sem þarf að ræða og þar á meðal er bókun 35 enda þurfum við að standa vörð um EES-samninginn. Þó að ekki séu allir flokkar á Alþingi sammála því þá er mikilvægt að við sýnum það gagnvart Evrópusambandinu að við stöndum vörð um mikilvægasta samning sem við höfum gert á sviði viðskipta. Ég vonast til þess að Evróputengd mál verði áfram ofarlega á blaði á nýju þingi,“ segir Þorgerður.
Umræða um bókun 35 var tekin af dagskrá á nýafstöðnu þingi eftir að umræða um samninginn hafði dregist á langinn en Miðflokkurinn er sérstaklega mótfallinn bókuninni.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er væntanleg til landsins á morgun og mun eiga fundi með Þorgerði ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra næstu þrjá daga.
Þorgerður segir að von der Leyen hafi tjáð Kristrúnu það er þær áttu fund í Brussel ásamt Antonio Costa, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, að hún vildi koma til Íslands.
„Það er mikilvægt að von der Leyen sé að koma hingað ekki síst vegna stöðunnar í heimsmálunum. Það er dýrmætt að fá tækifæri til að kynna fyrir henni frammi fyrir hverju við stöndum til dæmis í öryggis- og varnarmálum.
Þorgerður bætir því við að von der Leyen verði gerð grein fyrir því sem fylgt hafi jarðhræringunum á Reykjanesskaga.
„Við munum ræða Grindavík og munum þar draga fram baráttu okkar við náttúruöflin og hvað við erum þegar uppi er staðið alltaf í návígi við þau. Við þurfum að efla þekkingu okkar á því hvernig við tökumst á við þau. Það er mikilvægt að Evrópusambandið skilji úr hvaða umhverfi við komum,“ segir utanríkisráðherrann.