Vonar að Evróputengd mál verði ofarlega á blaði

Alþingi | 15. júlí 2025

Vonar að Evróputengd mál verði ofarlega á blaði

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vonast til þess að Evróputengd málefni verði ofarlega á blaði þegar þing kemur aftur saman í haust.

Vonar að Evróputengd mál verði ofarlega á blaði

Alþingi | 15. júlí 2025

Utanríkisráðherrann segir að sjá þurfi til með það hvort umræða …
Utanríkisráðherrann segir að sjá þurfi til með það hvort umræða um þjóðaratkvæðagreiðslu verði á þinginu í haust. mbl.is/Eyþór

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra von­ast til þess að Evr­ópu­tengd mál­efni verði of­ar­lega á blaði þegar þing kem­ur aft­ur sam­an í haust.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra von­ast til þess að Evr­ópu­tengd mál­efni verði of­ar­lega á blaði þegar þing kem­ur aft­ur sam­an í haust.

Þó þurfi að sjá til með það hvort umræða um mögu­lega þjóðar­at­kvæðagreiðsla um að hefja aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið verði á dag­skrá í haust. 

Þetta seg­ir ut­an­rík­is­ráðherr­ann í sam­tali við mbl.is að lokn­um sein­asta rík­is­stjórn­ar­fundi fyr­ir sum­ar­frí. 

Þurfi að ræða bók­un 35

Verða Evr­ópu­tengd mál­efni of­ar­lega á blaði við upp­haf nýs þings? Er til að mynda umræða um mögu­lega þjóðar­at­kvæðagreiðslu vænt­an­leg í haust?

„Við þurf­um að sjá til með það. Það er margt sem þarf að ræða og þar á meðal er bók­un 35 enda þurf­um við að standa vörð um EES-samn­ing­inn. Þó að ekki séu all­ir flokk­ar á Alþingi sam­mála því þá er mik­il­vægt að við sýn­um það gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu að við stönd­um vörð um mik­il­væg­asta samn­ing sem við höf­um gert á sviði viðskipta. Ég von­ast til þess að Evr­ópu­tengd mál verði áfram of­ar­lega á blaði á nýju þingi,“ seg­ir Þor­gerður.

Umræða um bók­un 35 var tek­in af dag­skrá á ný­af­stöðnu þingi eft­ir að umræða um samn­ing­inn hafði dreg­ist á lang­inn en Miðflokk­ur­inn er sér­stak­lega mót­fall­inn bók­un­inni. 

Ursula von der Leyen fer til Grinda­vík­ur

Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, er vænt­an­leg til lands­ins á morg­un og mun eiga fundi með Þor­gerði ásamt Kristrúnu Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra næstu þrjá daga. 

Þor­gerður seg­ir að von der Leyen hafi tjáð Kristrúnu það er þær áttu fund í Brus­sel ásamt Ant­onio Costa, for­seta leiðtogaráðs Evr­ópu­sam­bands­ins, að hún vildi koma til Íslands.

„Það er mik­il­vægt að von der Leyen sé að koma hingað ekki síst vegna stöðunn­ar í heims­mál­un­um. Það er dýr­mætt að fá tæki­færi til að kynna fyr­ir henni frammi fyr­ir hverju við stönd­um til dæm­is í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. 

Þor­gerður bæt­ir því við að von der Leyen verði gerð grein fyr­ir því sem fylgt hafi jarðhrær­ing­un­um á Reykja­nesskaga.

„Við mun­um ræða Grinda­vík og mun­um þar draga fram bar­áttu okk­ar við nátt­úru­öfl­in og hvað við erum þegar uppi er staðið alltaf í ná­vígi við þau. Við þurf­um að efla þekk­ingu okk­ar á því hvernig við tök­umst á við þau. Það er mik­il­vægt að Evr­ópu­sam­bandið skilji úr hvaða um­hverfi við kom­um,“ seg­ir ut­an­rík­is­ráðherr­ann. 

mbl.is