Flýttu sér og skildu eftir muni á tjaldsvæðinu

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 16. júlí 2025

Flýttu sér og skildu eftir muni á tjaldsvæðinu

Þórir Þorsteinsson aðalvarðstjóri segir rýmingu í Grindavík og Svartsengi í nótt hafa gengið vel.

Flýttu sér og skildu eftir muni á tjaldsvæðinu

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 16. júlí 2025

Tjaldsvæðið í Grindavík á björtum sumardegi. Hóp­ur af ferðamönn­um var …
Tjaldsvæðið í Grindavík á björtum sumardegi. Hóp­ur af ferðamönn­um var stadd­ur á tjaldsvæðinu í nótt þegar rýma þurfti svæðið. Ljósmynd/Tjaldsvæðið í Grindavík

Þórir Þor­steins­son aðal­varðstjóri seg­ir rým­ingu í Grinda­vík og Svartsengi í nótt hafa gengið vel.

Þórir Þor­steins­son aðal­varðstjóri seg­ir rým­ingu í Grinda­vík og Svartsengi í nótt hafa gengið vel.

Hann seg­ir flesta hafa farið á eig­in veg­um þó það hafi að ein­hverju leyti verið mis­jafnt, eins og hann orðar það.

Ein­hverj­ir hafi farið með rút­um á veg­um Bláa lóns­ins og þá hafi ein­hverj­ir þurft aðstoð og jafn­framt hafi leigu­bíll verið feng­inn á svæðið.

Þórir seg­ir að ágæt­lega hafi gengið að rýma tjaldsvæðið í Grinda­vík og að eng­um hafi verið komið í gist­ingu á veg­um yf­ir­valda. Rauði kross­inn hafi þó hlutast til um gist­ingu fyr­ir ör­fáa.

„Við erum svo aðeins að aðstoða þá ferðamenn sem flýttu sér mikið af tjaldsvæðinu við að kom­ast í muni sem þeir skildu eft­ir. Ein­hverj­ir fóru í flýti og við erum aðeins að reyna að liðka um fyr­ir því.“

Reyna að meta aðstæður

Hvað eld­gosið sjálft varðar seg­ir Þórir að menn séu að reyna að meta aðstæður og reyna að átta sig á at­b­urðinum.

„Við erum að reyna að rýna í stöðuna. Skyggni á svæðinu ger­ir okk­ur ör­lítið erfitt fyr­ir, það er ekki að hjálpa okk­ur varðandi hraun­flæði og stækk­un sprungu,“ seg­ir hann.

Slæmt skyggni seg­ir Þórir að sé að mestu að völd­um gos­makk­ar­ins þótt á svæðinu sé suðaustanátt og svo­lít­ill vind­ur.

Íbúar í Reykja­nes­bæ og Vog­um fylg­ist vel með loft­gæðum

Lög­regl­an á Suður­nesj­um vill koma á fram­færi til íbúa í Reykja­nes­bæ og Vog­um á Vatns­leysu­strönd að þeir fylg­ist vel með loft­gæðum á vefn­um loft­ga­edi.is.

Gasmeng­un­ sem mæl­ist í Reykja­nes­bæ frá eld­gos­inu á Sund­hnúkagígaröðinni fer minnk­andi en íbú­um er þó ráðlagt að halda sig inn­an­dyra, loka glugg­um og slökkva á loftræst­ingu.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Þórir Þor­steins­son, aðal­varðstjóri lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um, að verið sé að reyna að koma upp­lýs­ing­um til íbúa í Reykja­nes­bæ og Vog­um.

„Þetta ligg­ur yfir norður­hluta skag­ans. Allir ættu að vera meðvitaðir og fylgj­ast vel með loft­gæðum en þó sér­stak­lega þeir sem viðkæm­ir eru fyr­ir. Þess­ar leiðbein­ing­ar eru inni á loft­ga­eedi.is.“

mbl.is