Þórir Þorsteinsson aðalvarðstjóri segir rýmingu í Grindavík og Svartsengi í nótt hafa gengið vel.
Þórir Þorsteinsson aðalvarðstjóri segir rýmingu í Grindavík og Svartsengi í nótt hafa gengið vel.
Þórir Þorsteinsson aðalvarðstjóri segir rýmingu í Grindavík og Svartsengi í nótt hafa gengið vel.
Hann segir flesta hafa farið á eigin vegum þó það hafi að einhverju leyti verið misjafnt, eins og hann orðar það.
Einhverjir hafi farið með rútum á vegum Bláa lónsins og þá hafi einhverjir þurft aðstoð og jafnframt hafi leigubíll verið fenginn á svæðið.
Þórir segir að ágætlega hafi gengið að rýma tjaldsvæðið í Grindavík og að engum hafi verið komið í gistingu á vegum yfirvalda. Rauði krossinn hafi þó hlutast til um gistingu fyrir örfáa.
„Við erum svo aðeins að aðstoða þá ferðamenn sem flýttu sér mikið af tjaldsvæðinu við að komast í muni sem þeir skildu eftir. Einhverjir fóru í flýti og við erum aðeins að reyna að liðka um fyrir því.“
Hvað eldgosið sjálft varðar segir Þórir að menn séu að reyna að meta aðstæður og reyna að átta sig á atburðinum.
„Við erum að reyna að rýna í stöðuna. Skyggni á svæðinu gerir okkur örlítið erfitt fyrir, það er ekki að hjálpa okkur varðandi hraunflæði og stækkun sprungu,“ segir hann.
Slæmt skyggni segir Þórir að sé að mestu að völdum gosmakkarins þótt á svæðinu sé suðaustanátt og svolítill vindur.
Lögreglan á Suðurnesjum vill koma á framfæri til íbúa í Reykjanesbæ og Vogum á Vatnsleysuströnd að þeir fylgist vel með loftgæðum á vefnum loftgaedi.is.
Gasmengun sem mælist í Reykjanesbæ frá eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni fer minnkandi en íbúum er þó ráðlagt að halda sig innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu.
Í samtali við mbl.is segir Þórir Þorsteinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, að verið sé að reyna að koma upplýsingum til íbúa í Reykjanesbæ og Vogum.
„Þetta liggur yfir norðurhluta skagans. Allir ættu að vera meðvitaðir og fylgjast vel með loftgæðum en þó sérstaklega þeir sem viðkæmir eru fyrir. Þessar leiðbeiningar eru inni á loftgaeedi.is.“