Leystu upp þekktan hóp netþrjóta

Netárásir | 16. júlí 2025

Leystu upp þekktan hóp netþrjóta

Evrópsku glæpavarnastofnanirnar Europol og Eurojust hafa í sameiningu náð að leysa upp þekktan hóp netþrjóta sem er sagður hliðhollur Rússum. Hópurinn er sagður hafa gert þúsundir netárása á Úkraínu og þjóðir sem styðja við Úkraínu síðan innrásarstríð Rússa hófst. 

Leystu upp þekktan hóp netþrjóta

Netárásir | 16. júlí 2025

Hópurinn er sagður hafa gert þúsundir netárása á Úkraínu og …
Hópurinn er sagður hafa gert þúsundir netárása á Úkraínu og þjóðir sem styðja við Úkraínu síðan innrásarstríð Rússa hófst. Ljósmynd/Colourbox

Evr­ópsku glæpa­varna­stofn­an­irn­ar Europol og Euroj­ust hafa í sam­ein­ingu náð að leysa upp þekkt­an hóp netþrjóta sem er sagður hliðholl­ur Rúss­um. Hóp­ur­inn er sagður hafa gert þúsund­ir netárása á Úkraínu og þjóðir sem styðja við Úkraínu síðan inn­rás­ar­stríð Rússa hófst. 

Evr­ópsku glæpa­varna­stofn­an­irn­ar Europol og Euroj­ust hafa í sam­ein­ingu náð að leysa upp þekkt­an hóp netþrjóta sem er sagður hliðholl­ur Rúss­um. Hóp­ur­inn er sagður hafa gert þúsund­ir netárása á Úkraínu og þjóðir sem styðja við Úkraínu síðan inn­rás­ar­stríð Rússa hófst. 

Um var að ræða sam­hæfða alþjóðlega aðgerð sem náði til tólf landa. Tveir ein­stak­ling­ar voru hand­tekn­ir í kjöl­farið, ann­ar var bú­sett­ur á Spáni og hinn í Frakklandi. Jafn­framt voru gefn­ar út sjö alþjóðleg­ar hand­töku­skip­an­ir á hend­ur liðsmönn­um hóps­ins, tveir þeirra eru sagðir forsprakk­ar hóps­ins. 

Hóp­ur­inn sem um ræðir er þekkt­ur und­ir nafn­inu NoNa­me057(16) og hef­ur gert árás­ir á mik­il­væga innviði á borð við raf­orku­veit­ur og al­menn­ings­sam­göng­ur í Evr­ópu. 

Um­fangs­mik­il árás í Þýskalandi

„Aðgerðirn­ar leiddu til trufl­un­ar á árás­ar­innviðum sem sam­an­stóðu af yfir hundrað tölvu­kerf­um um all­an heim. Stór hluti af miðlæg­um netþjón­um hóps­ins var tek­inn úr sam­bandi,“ seg­ir í til­kynn­ingu sem Europol sendi frá sér vegna máls­ins. 

Síðastliðna mánuði hef­ur hóp­ur­inn herjað á evr­ópsk ríki sem styðja Úkraínu. Til að mynda gerði hóp­ur­inn um­fangs­mikla netárás í Þýskalandi sem hafði áhrif á yfir 230 stofn­an­ir í land­inu.

mbl.is