„Nokkuð stöðugur kraftur“ en órói minnkar

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 16. júlí 2025

„Nokkuð stöðugur kraftur“ en órói minnkar

„Í raun og veru er bara mjög svipuð staða. Það er nokkuð stöðugur kraftur í gosinu. Gosóróinn er þó á leiðinni niður og er búinn að vera að gera það svona sérstaklega síðan í hádeginu,“ segir Steinunn Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

„Nokkuð stöðugur kraftur“ en órói minnkar

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 16. júlí 2025

Steinunn segir hraunið renna að mestu leyti til austurs. Að …
Steinunn segir hraunið renna að mestu leyti til austurs. Að mjög litlu leyti renni það einnig til vesturs, aðallega frá syðsta hluta sprungunnar. mbl.is/Árni Sæberg

„Í raun og veru er bara mjög svipuð staða. Það er nokkuð stöðugur kraft­ur í gos­inu. Gosóró­inn er þó á leiðinni niður og er bú­inn að vera að gera það svona sér­stak­lega síðan í há­deg­inu,“ seg­ir Stein­unn Helga­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

„Í raun og veru er bara mjög svipuð staða. Það er nokkuð stöðugur kraft­ur í gos­inu. Gosóró­inn er þó á leiðinni niður og er bú­inn að vera að gera það svona sér­stak­lega síðan í há­deg­inu,“ seg­ir Stein­unn Helga­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Eld­gos hófst í nótt við Sund­hnúkagígaröðina og er það það tólfta í röðinni frá því fyrst gaus í Fagra­dals­fjalli árið 2021.

Upp­tök­in eru suðaust­an við Litla-Skóg­fell, á svipuðum slóðum og gíg­ur­inn sem myndaðist í eld­gos­inu í ág­úst í fyrra.

Stein­unn seg­ir hraunið renna að mestu leyti til aust­urs. Að mjög litlu leyti renni það einnig til vest­urs, aðallega frá syðsta hluta sprung­unn­ar.

mbl.is