„Í raun og veru er bara mjög svipuð staða. Það er nokkuð stöðugur kraftur í gosinu. Gosóróinn er þó á leiðinni niður og er búinn að vera að gera það svona sérstaklega síðan í hádeginu,“ segir Steinunn Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.
„Í raun og veru er bara mjög svipuð staða. Það er nokkuð stöðugur kraftur í gosinu. Gosóróinn er þó á leiðinni niður og er búinn að vera að gera það svona sérstaklega síðan í hádeginu,“ segir Steinunn Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.
„Í raun og veru er bara mjög svipuð staða. Það er nokkuð stöðugur kraftur í gosinu. Gosóróinn er þó á leiðinni niður og er búinn að vera að gera það svona sérstaklega síðan í hádeginu,“ segir Steinunn Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.
Eldgos hófst í nótt við Sundhnúkagígaröðina og er það það tólfta í röðinni frá því fyrst gaus í Fagradalsfjalli árið 2021.
Upptökin eru suðaustan við Litla-Skógfell, á svipuðum slóðum og gígurinn sem myndaðist í eldgosinu í ágúst í fyrra.
Steinunn segir hraunið renna að mestu leyti til austurs. Að mjög litlu leyti renni það einnig til vesturs, aðallega frá syðsta hluta sprungunnar.