Leikarinn Christian James Madsen minntist föður síns, stórleikarans Michael Madsen sem fannst látinn á heimili sínu í Malibú í Kaliforníu í byrjun júlímánaðar, á Instagram-síðu sinni nú á dögunum.
Leikarinn Christian James Madsen minntist föður síns, stórleikarans Michael Madsen sem fannst látinn á heimili sínu í Malibú í Kaliforníu í byrjun júlímánaðar, á Instagram-síðu sinni nú á dögunum.
Leikarinn Christian James Madsen minntist föður síns, stórleikarans Michael Madsen sem fannst látinn á heimili sínu í Malibú í Kaliforníu í byrjun júlímánaðar, á Instagram-síðu sinni nú á dögunum.
Christian, 35 ára, birti myndir af þeim feðgum í gegnum árin og lét fallegan texta fylgja með.
„Kæri pabbi, ég er á því fjalli sem þú vildir að ég sæi. Ég get fundið skugga þinn og hann yljar mér á þessum köldu þrepum. En ég veit að þú myndir vilja að ég héldi áfram að klifra og notaði þann styrk sem ég lærði af þér.
Þegar ég var lítill leitaði ég að stígvélunum þínum við rúmstokkinn minn. Ef þau voru ekki þar þá varst þú ekki heima. Við gengum á vatni og engin alda gat skaðað okkur. Ég er hér á þessu fjalli, ég mun halda áfram og ég get séð stígvélin þín við brúnina,” skrifaði Christian.
Michael, hvað þekktastur fyrir leik sinn í stórmyndum á borð við Reservoir Dogs, Kill Bill, Free Willy og Donnie Brasco, lést eftir hjartastopp.
Hann var 67 ára gamall.