Sonur Madsen minntist föður síns

Poppkúltúr | 16. júlí 2025

Sonur Madsen minntist föður síns

Leikarinn Christian James Madsen minntist föður síns, stórleikarans Michael Madsen sem fannst látinn á heimili sínu í Malibú í Kaliforníu í byrjun júlímánaðar, á Instagram-síðu sinni nú á dögunum.

Sonur Madsen minntist föður síns

Poppkúltúr | 16. júlí 2025

Michael Madsen og Christian James Madsen.
Michael Madsen og Christian James Madsen. Skjáskot/Instagram

Leik­ar­inn Christian James Madsen minnt­ist föður síns, stór­leik­ar­ans Michael Madsen sem fannst lát­inn á heim­ili sínu í Mali­bú í Kali­forn­íu í byrj­un júlí­mánaðar, á In­sta­gram-síðu sinni nú á dög­un­um.

Leik­ar­inn Christian James Madsen minnt­ist föður síns, stór­leik­ar­ans Michael Madsen sem fannst lát­inn á heim­ili sínu í Mali­bú í Kali­forn­íu í byrj­un júlí­mánaðar, á In­sta­gram-síðu sinni nú á dög­un­um.

Christian, 35 ára, birti mynd­ir af þeim feðgum í gegn­um árin og lét fal­leg­an texta fylgja með.

„Kæri pabbi, ég er á því fjalli sem þú vild­ir að ég sæi. Ég get fundið skugga þinn og hann ylj­ar mér á þess­um köldu þrep­um. En ég veit að þú mynd­ir vilja að ég héldi áfram að klifra og notaði þann styrk sem ég lærði af þér.

Þegar ég var lít­ill leitaði ég að stíg­vél­un­um þínum við rúm­stokk­inn minn. Ef þau voru ekki þar þá varst þú ekki heima. Við geng­um á vatni og eng­in alda gat skaðað okk­ur. Ég er hér á þessu fjalli, ég mun halda áfram og ég get séð stíg­vél­in þín við brún­ina,” skrifaði Christian.

Michael, hvað þekkt­ast­ur fyr­ir leik sinn í stór­mynd­um á borð við Reservo­ir Dogs, Kill Bill, Free Willy og Donnie Brasco, lést eft­ir hjarta­stopp.

Hann var 67 ára gam­all.

mbl.is