Strandveiðum lokið í ár

Strandveiðar | 16. júlí 2025

Strandveiðum lokið í ár

Öll strandveiðileyfi falla niður frá og með morgundeginum og er skipum þá heimilt að halda til veiða ef þau eru með almennt veiðileyfi.

Strandveiðum lokið í ár

Strandveiðar | 16. júlí 2025

Ekki verður bætt við aflaheimildir.
Ekki verður bætt við aflaheimildir. mbl.is/Alfons Finnsson

Öll strand­veiðileyfi falla niður frá og með morg­un­deg­in­um og er skip­um þá heim­ilt að halda til veiða ef þau eru með al­mennt veiðileyfi.

Öll strand­veiðileyfi falla niður frá og með morg­un­deg­in­um og er skip­um þá heim­ilt að halda til veiða ef þau eru með al­mennt veiðileyfi.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Fiski­stofu og má gera ráð fyr­ir að ekki verði bætt við afla­heim­ild­ir strand­veiðibáta í sum­ar.

„Ef skip var í núll­flokki áður en það fékk strand­veiðileyfi þarf að sækja um al­mennt veiðileyfi áður en haldið er til veiða á ný,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Málið í deigl­unni hjá ráðuneyt­inu

Rætt var við Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóra Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, fyrr í dag sem kvaðst von­ast til þess að það tæk­ist að bæta við kvót­ann til að tryggja 48 daga veiðitíma­bil, líkt og rík­is­stjórn­in hafði lofað fyr­ir um. Kvaðst hann halda að það þyrfti að bæta við 5-6 þúsund tonn­um við kvót­ann til að tryggja 48 daga veiðitíma­bil. 

Dúi Land­mark, upp­lýs­inga­full­trúi at­vinnu­vegaráðuneyt­is­ins, sagði í sam­tali við mbl.is fyrr í dag að málið væri í deigl­unni hjá ráðuneyt­inu. 

Ekki hef­ur náðst í Hönnu Katrínu Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra vegna máls­ins. 

mbl.is