Öll strandveiðileyfi falla niður frá og með morgundeginum og er skipum þá heimilt að halda til veiða ef þau eru með almennt veiðileyfi.
Öll strandveiðileyfi falla niður frá og með morgundeginum og er skipum þá heimilt að halda til veiða ef þau eru með almennt veiðileyfi.
Öll strandveiðileyfi falla niður frá og með morgundeginum og er skipum þá heimilt að halda til veiða ef þau eru með almennt veiðileyfi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fiskistofu og má gera ráð fyrir að ekki verði bætt við aflaheimildir strandveiðibáta í sumar.
„Ef skip var í núllflokki áður en það fékk strandveiðileyfi þarf að sækja um almennt veiðileyfi áður en haldið er til veiða á ný,“ segir í tilkynningunni.
Rætt var við Örn Pálsson, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda, fyrr í dag sem kvaðst vonast til þess að það tækist að bæta við kvótann til að tryggja 48 daga veiðitímabil, líkt og ríkisstjórnin hafði lofað fyrir um. Kvaðst hann halda að það þyrfti að bæta við 5-6 þúsund tonnum við kvótann til að tryggja 48 daga veiðitímabil.
Dúi Landmark, upplýsingafulltrúi atvinnuvegaráðuneytisins, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að málið væri í deiglunni hjá ráðuneytinu.
Ekki hefur náðst í Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra vegna málsins.