Witherspoon í sleik við kærastann

Poppkúltúr | 16. júlí 2025

Witherspoon í sleik við kærastann

Bandaríska verðlaunaleikkonan Reese Witherspoon er yfir sig ástfangin af kærasta sínum, þýska fjármálamanninum Oliver Haarman, ef marka má myndir sem náðust af parinu um borð í snekkju við St. Tropez-flóann á frönsku rivíerunni um liðna helgi.

Witherspoon í sleik við kærastann

Poppkúltúr | 16. júlí 2025

Reese Witherspoon.
Reese Witherspoon. LjósmyndAFP

Banda­ríska verðlauna­leik­kon­an Reese Wit­h­er­spoon er yfir sig ást­fang­in af kær­asta sín­um, þýska fjár­mála­mann­in­um Oli­ver Haarm­an, ef marka má mynd­ir sem náðust af par­inu um borð í snekkju við St. Tropez-fló­ann á frönsku ri­víer­unni um liðna helgi.

Banda­ríska verðlauna­leik­kon­an Reese Wit­h­er­spoon er yfir sig ást­fang­in af kær­asta sín­um, þýska fjár­mála­mann­in­um Oli­ver Haarm­an, ef marka má mynd­ir sem náðust af par­inu um borð í snekkju við St. Tropez-fló­ann á frönsku ri­víer­unni um liðna helgi.

Wit­h­er­spoon, 49 ára, og Haarm­an, 57 ára, byrjuðu að stinga sam­an nefj­um síðasta sum­ar. Þau sáust meðal ann­ars njóta kvöld­verðar á veit­ingastaðnum L’­Art­usi síðla júlí­mánaðar í fyrra og voru einnig mynduð sam­an á þyrluflug­velli í New York nokkr­um vik­um seinna.

Það fór held­ur bet­ur vel um Wit­h­er­spoon og Haarm­an í sól­inni í Frakklandi, en parið sást í inni­leg­um faðmlög­um, bæði um borð í snekkj­unni og þegar það lék sér í sjón­um, og það slitnaði varla slefið á milli þeirra.

Wit­h­er­spoon og Haarm­an hafa reynt eft­ir bestu getu að halda sam­bandi sínu frá sviðsljós­inu og eiga enn eft­ir að op­in­bera ást sína á rauða dregl­in­um.

Wit­h­er­spoon er tví­skil­in og á þrjú börn. Leik­kon­an var gift Ryan Phillippe á ár­un­um 1999 til 2008 og á með hon­um tvö upp­kom­in börn. Wit­h­er­spoon gift­ist síðar umboðsmann­in­um Jim Toth. Þau skildu 2023 eft­ir 12 ára hjóna­band. Wit­h­er­spoon og Toth eiga einn son.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Page Six (@pages­ix)

mbl.is