Allt bendi til þess að gosið sé í rénun

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 17. júlí 2025

Allt bendi til þess að gosið sé í rénun

Eldvirkni í gosstöðvunum á Reykjanesi hefur minnkað verulega og allt bendir til þess að gosið sé nú í rénun. 

Allt bendi til þess að gosið sé í rénun

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 17. júlí 2025

Fyrir hádegi flugu Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra og Ursula von der …
Fyrir hádegi flugu Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra og Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, meðal annars yfir gosstöðvarnar. Það virtist talsvert rólegra yfir þeim en í gær. Ljósmynd/European Commission/Dati Bendo

Eld­virkni í gosstöðvun­um á Reykja­nesi hef­ur minnkað veru­lega og allt bend­ir til þess að gosið sé nú í rén­un. 

Eld­virkni í gosstöðvun­um á Reykja­nesi hef­ur minnkað veru­lega og allt bend­ir til þess að gosið sé nú í rén­un. 

Þetta staðfest­ir Stein­unn Helga­dótt­ir nátt­úr­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands. 

„Óró­inn held­ur áfram að fara ró­lega niður og það virðist sem það hafi dreg­ist all­veru­lega úr­virkn­inni frá því í gær. Mesta virkn­in er nú við miðbik gossprung­un­ar sem opnaðist í gær en hraun­rennslið þaðan er ofboðslega lítið og aðeins um 10-15% af því sem það var mest í gær.“ seg­ir Stein­unn.

„Það er alltaf erfitt að segja til um gos­lok en eins og staðan er núna benda öll merki til þess að gosið sé í rén­un.“ seg­ir Stein­unn að lok­um.

Eldgosið á Reykjanesi er nú að öllum líkindum í rénun.
Eld­gosið á Reykja­nesi er nú að öll­um lík­ind­um í rén­un. Árni Sæ­berg
mbl.is