Eiga von á barni eftir nokkurra mánaða samband

Frægir fjölga sér | 17. júlí 2025

Eiga von á barni eftir nokkurra mánaða samband

Grínistinn Pete Davidson, sem er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í Saturday Night Live, á von á barni með kærustu sinni, fyrirsætunni Elsie Hewitt. Opinberaði hún óléttu sína á Instagram í gærdag.

Eiga von á barni eftir nokkurra mánaða samband

Frægir fjölga sér | 17. júlí 2025

Elsie Hewitt og Pete Davidson.
Elsie Hewitt og Pete Davidson. Skjáskot/Instagram

Grín­ist­inn Pete Dav­idson, sem er einna þekkt­ast­ur fyr­ir hlut­verk sitt í Sat­ur­day Nig­ht Live, á von á barni með kær­ustu sinni, fyr­ir­sæt­unni Elsie Hewitt. Op­in­beraði hún óléttu sína á In­sta­gram í gær­dag.

Grín­ist­inn Pete Dav­idson, sem er einna þekkt­ast­ur fyr­ir hlut­verk sitt í Sat­ur­day Nig­ht Live, á von á barni með kær­ustu sinni, fyr­ir­sæt­unni Elsie Hewitt. Op­in­beraði hún óléttu sína á In­sta­gram í gær­dag.

„Jæja, nú vita all­ir að við stunduðum kyn­líf,“ skrifaði Hewitt við myndaröðina.

Dav­idson, 31 árs, og Hewitt, 29 ára, eru til­tölu­lega ný­byrjuð sam­an en parið er sagt hafa tekið sam­an í mars síðastliðnum. Þau op­in­beruðu sam­band sitt í maí þegar þau mættu hönd í hönd á Blossom-ballið í New York.

Dav­idson hef­ur verið mjög vin­sæll hjá kven­pen­ingn­um síðustu ár og átt í ástar­sam­bönd­um við vel þekkt­ar kon­ur í Hollywood. Þar á meðal eru Kim Kar­dashi­an, Em­ily Rataj­kowski, Kaia Ger­ber, Marga­ret Qualley, Kate Beckinsale og Phoe­be Dynevor. Hann var einnig trú­lofaður leik- og söng­kon­unni Ariönu Grande um nokk­urra mánaða skeið árið 2018, en grín­ist­inn fór á skelj­arn­ar eft­ir aðeins fjög­urra vikna sam­band.

View this post on In­sta­gram

A post shared by elsie (@elsie)

 

mbl.is