Lokuðu veginum að Bláa lóninu í mótmælaskyni

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 17. júlí 2025

Lokuðu veginum að Bláa lóninu í mótmælaskyni

Fyrirtækjaeigendur og rekstraraðilar úr Grindavík lokuðu Grindavíkurvegi að Bláa lóninu í mótmælaskyni nú klukkan 12 í dag. 

Lokuðu veginum að Bláa lóninu í mótmælaskyni

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 17. júlí 2025

Grindvíkingar mótmæltu með að loka veginum að Bláa lóninu.
Grindvíkingar mótmæltu með að loka veginum að Bláa lóninu. Ljósmynd/Aðsend

Fyr­ir­tækja­eig­end­ur og rekstr­araðilar úr Grinda­vík lokuðu Grinda­vík­ur­vegi að Bláa lón­inu í mót­mæla­skyni nú klukk­an 12 í dag. 

Fyr­ir­tækja­eig­end­ur og rekstr­araðilar úr Grinda­vík lokuðu Grinda­vík­ur­vegi að Bláa lón­inu í mót­mæla­skyni nú klukk­an 12 í dag. 

Mark­mið mót­mæl­anna var að vekja at­hygli á þeirri mis­mun­un sem fyr­ir­tækja­eig­end­ur telja að ríki við ákvörðun­ar­töku lög­reglu og al­manna­varna um veit­ingu starfs­leyfa í bæn­um en al­manna­varn­ir hafa ít­rekað gert þeim að loka starf­semi sinni á meðan Bláa lóns­ins fær að halda sín­um rekstri gang­andi þrátt fyr­ir að vera á sama áhættu­svæði.

Mót­mæl­in stóðu yfir í um 40 mín­út­ur en Guðni Krist­ins­son, einn þeirra sem stóð að mótæl­un­um, seg­ir að um tákn­ræn­an gjörn­ing hafi verið að ræða. 

Lögregla var kölluð til vegna mótmælanna.
Lög­regla var kölluð til vegna mót­mæl­anna. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is