Íslendingar óðir í nýja sjóstakkinn

Hönnun | 18. júlí 2025

Íslendingar óðir í nýja sjóstakkinn

Löng röð myndaðist fyrir utan verslun 66°Norður á Laugavegi í gærkvöld þegar sjóstakkar í nýjum litum fóru í sölu. Stakkarnir, sem hafa verið framleiddir af fyrirtækinu frá upphafi, síðan árið 1926, fóru á flug í fyrra þegar nýir litir voru kynntir.

Íslendingar óðir í nýja sjóstakkinn

Hönnun | 18. júlí 2025

Sjóstakkarnir henta bæði konum og körlum.
Sjóstakkarnir henta bæði konum og körlum. Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir

Löng röð myndaðist fyr­ir utan versl­un 66°Norður á Lauga­vegi í gær­kvöld þegar sjó­stakk­ar í nýj­um lit­um fóru í sölu. Stakk­arn­ir, sem hafa verið fram­leidd­ir af fyr­ir­tæk­inu frá upp­hafi, síðan árið 1926, fóru á flug í fyrra þegar nýir lit­ir voru kynnt­ir.

Löng röð myndaðist fyr­ir utan versl­un 66°Norður á Lauga­vegi í gær­kvöld þegar sjó­stakk­ar í nýj­um lit­um fóru í sölu. Stakk­arn­ir, sem hafa verið fram­leidd­ir af fyr­ir­tæk­inu frá upp­hafi, síðan árið 1926, fóru á flug í fyrra þegar nýir lit­ir voru kynnt­ir.

Spenn­an fyr­ir lit­um þessa árs var engu minni og var margt um mann­inn og marg­ir að máta stakk fyr­ir næstu úti­hátíð.

66°Norður spurði viðskipta­vini sína á sam­fé­lags­miðlum hvaða liti þeir sækt­ust eft­ir í ár og fram­leiddu stakka í sam­ræmi við ósk­ir um 3.500 ein­stak­linga. 

„Þar sem við erum með okk­ar eig­in verk­smiðjur og lag­er af efn­um gát­um við brugðist við mörg­um af þess­um ósk­um sem fóru í sölu í gær­kvöldi,“ seg­ir Fann­ar Páll Aðal­steins­son hjá 66°Norður. „Í fyrra kynnt­um við nýja liti sér­stak­lega fyr­ir versl­un­ar­manna­helg­ina sem seld­ust upp á ör­fá­um klukku­tím­um.“

Röð myndaðist fyrir utan verslunina áður en opnaði.
Röð myndaðist fyr­ir utan versl­un­ina áður en opnaði. Ljós­mynd/​Hjör­dís Jóns­dótt­ir
Það var líf og fjör í verslun 66°Norður í gær.
Það var líf og fjör í versl­un 66°Norður í gær. Ljós­mynd/​Hjör­dís Jóns­dótt­ir
Litavalið á stökkunum byggist á óskum 3.500 viðskiptavina 66°Norður.
Lita­valið á stökk­un­um bygg­ist á ósk­um 3.500 viðskipta­vina 66°Norður. Ljós­mynd/​Hjör­dís Jóns­dótt­ir
Fagurbláir stakkar bíða þess að verða keyptir.
Fag­ur­blá­ir stakk­ar bíða þess að verða keypt­ir. Ljós­mynd/​Hjör­dís Jóns­dótt­ir
Dj Eva Mey þeytti skífum.
Dj Eva Mey þeytti skíf­um. Ljós­mynd/​Hjör­dís Jóns­dótt­ir
Sérstakar litaraðir voru fyrir viðskiptavini.
Sér­stak­ar litaraðir voru fyr­ir viðskipta­vini. Ljós­mynd/​Hjör­dís Jóns­dótt­ir
Fólk beið með ró og spekt.
Fólk beið með ró og spekt. Ljós­mynd/​Hjör­dís Jóns­dótt­ir
Það væsir ekki um mann í útileigunni í svona stakk.
Það væs­ir ekki um mann í úti­leig­unni í svona stakk. Ljós­mynd/​Sig­ríður Mar­grét Ágústs­dótt­ir
mbl.is