Löng röð myndaðist fyrir utan verslun 66°Norður á Laugavegi í gærkvöld þegar sjóstakkar í nýjum litum fóru í sölu. Stakkarnir, sem hafa verið framleiddir af fyrirtækinu frá upphafi, síðan árið 1926, fóru á flug í fyrra þegar nýir litir voru kynntir.
Löng röð myndaðist fyrir utan verslun 66°Norður á Laugavegi í gærkvöld þegar sjóstakkar í nýjum litum fóru í sölu. Stakkarnir, sem hafa verið framleiddir af fyrirtækinu frá upphafi, síðan árið 1926, fóru á flug í fyrra þegar nýir litir voru kynntir.
Löng röð myndaðist fyrir utan verslun 66°Norður á Laugavegi í gærkvöld þegar sjóstakkar í nýjum litum fóru í sölu. Stakkarnir, sem hafa verið framleiddir af fyrirtækinu frá upphafi, síðan árið 1926, fóru á flug í fyrra þegar nýir litir voru kynntir.
Spennan fyrir litum þessa árs var engu minni og var margt um manninn og margir að máta stakk fyrir næstu útihátíð.
66°Norður spurði viðskiptavini sína á samfélagsmiðlum hvaða liti þeir sæktust eftir í ár og framleiddu stakka í samræmi við óskir um 3.500 einstaklinga.
„Þar sem við erum með okkar eigin verksmiðjur og lager af efnum gátum við brugðist við mörgum af þessum óskum sem fóru í sölu í gærkvöldi,“ segir Fannar Páll Aðalsteinsson hjá 66°Norður. „Í fyrra kynntum við nýja liti sérstaklega fyrir verslunarmannahelgina sem seldust upp á örfáum klukkutímum.“