Stórglæsilegt heilsárshús í Grímsnesi til sölu

Heimili | 18. júlí 2025

Stórglæsilegt heilsárshús í Grímsnesi til sölu

Til sölu er sérstaklega skemmtilegt 154,3 fermetra heilsárshús í hinu rómaða Grímsnesi. Ef það er gott veður, þá er pottþétt bongó á þessum stað.

Stórglæsilegt heilsárshús í Grímsnesi til sölu

Heimili | 18. júlí 2025

„Eign fyrir þá sem vilja lifa og njóta.“
„Eign fyrir þá sem vilja lifa og njóta.“ Ljósmynd/STOFN fasteignasala

Til sölu er sér­stak­lega skemmti­legt 154,3 fer­metra heils­árs­hús í hinu rómaða Gríms­nesi. Ef það er gott veður, þá er pottþétt bongó á þess­um stað.

Til sölu er sér­stak­lega skemmti­legt 154,3 fer­metra heils­árs­hús í hinu rómaða Gríms­nesi. Ef það er gott veður, þá er pottþétt bongó á þess­um stað.

Húsið er byggt 2017 og staðsteypt. Sól­stofu, 60 fer­metr­ar, var skeytt sam­an við húsið árið 2020. Á lóðinni er einnig 15,9 fer­metra kúlu­hús og þrjú geymslu­rými sem eru sam­tals 45 fer­metr­ar. Eign­in er vönduð og við húsið er viðhalds­frír pall­ur ásamt yf­ir­byggðum heit­um potti. 

Gólf­hiti er í fremri for­stofu og for­stofu. Frá for­stofu er gengið að eld­húsi og inn í opið rými þar sem einnig eru borðstofa og stofa. U-laga inn­rétt­ing stúk­ar eld­húsið af og eru tæki sér­stak­lega vönduð. Góð loft­hæð er í borðstofu og stofu, þaðan sem út­gengt er á ver­önd­ina og inn í sól­stof­una, sem er með sér­hönnuðu gleri sem held­ur úti hita og kulda svo hægt er að njóta henn­ar all­an árs­ins hring.

Sjón­varps­rými er inn af stofu en get­ur einnig verið her­bergi.

Hjóna­her­bergi er með mik­illi loft­hæð, góðum skáp­um og svala­h­urð. Svefn­her­bergi er einnig með góðum skáp­um. 

Baðher­bergi og þvotta­hús eru flísa­lögð. Baðher­bergi er vel hannað, með „walk-in“ sturtu, þak­glugga og vandaðri inn­rétt­ingu.

Í gróður­sæld­inni um­hverf­is húsið eru göngu­stíg­ar og tvær tjarn­ir. Frá hús­inu er fal­legt út­sýni til nátt­úruperla í kring, s.s. til Búr­fells. Staður­inn er stutt frá höfuðborg­ar­svæðinu eða í ein­ung­is klukku­stund­ar akst­urs­fjar­lægð.

Sjá á fast­eigna­vef mbl.is: Ker­hraun - Hraun­slóð 6

Húsið myndar skemmtilega andstæðu við umhverfið allt um kring.
Húsið mynd­ar skemmti­lega and­stæðu við um­hverfið allt um kring. Ljós­mynd/​STOFN fast­eigna­sala
Séð frá eldhúsi inni í borðstofu og stofu.
Séð frá eld­húsi inni í borðstofu og stofu. Ljós­mynd/​STOFN fast­eigna­sala
Eldhús, borðstofa, stofa og eldhús mynda saman opið rými.
Eld­hús, borðstofa, stofa og eld­hús mynda sam­an opið rými. Ljós­mynd/​STOFN fast­eigna­sala
Hátt er til lofts í stofunni.
Hátt er til lofts í stof­unni. Ljós­mynd/​STOFN fast­eigna­sala
Hátt er til lofts í svefnherbergi og þaðan er útgengt …
Hátt er til lofts í svefn­her­bergi og þaðan er út­gengt út á ver­önd. Ljós­mynd/​STOFN fast­eigna­sala
Veggflísar á baðherbergi eru mjög sjarmerandi.
Vegg­flís­ar á baðher­bergi eru mjög sjarmer­andi. Ljós­mynd/​STOFN fast­eigna­sala
Sólstofan var byggð við húsið 2020.
Sól­stof­an var byggð við húsið 2020. Ljós­mynd/​STOFN fast­eigna­sala
Sérhannað gler er í sólstofu sem heldur úti bæði hita …
Sér­hannað gler er í sól­stofu sem held­ur úti bæði hita og kulda, svo hægt er að njóta sín þarna hvenær sem er árs­ins. Það væri ekki ónýtt að sitja þarna með Morg­un­blaðið og góðan kaffi­bolla. Ljós­mynd/​STOFN fast­eigna­sala
Veröndin er glæsileg og pallur viðhaldsfrír.
Ver­önd­in er glæsi­leg og pall­ur viðhalds­frír. Ljós­mynd/​STOFN fast­eigna­sala
Yfirbyggður heitur pottur er á veröndinni.
Yf­ir­byggður heit­ur pott­ur er á ver­önd­inni. Ljós­mynd/​STOFN fast­eigna­sala
Það hlýtur að vera ævintýraleg upplifun að rölta um eignarlandið.
Það hlýt­ur að vera æv­in­týra­leg upp­lif­un að rölta um eign­ar­landið. Ljós­mynd/​STOFN fast­eigna­sala
mbl.is