Ævintýralegir gististaðir á Austurlandi

Ævintýralegir gististaðir á Austurlandi

Á Austurlandi er enginn skortur á fallegum, hlýlegum og vel búnum gististöðum og ættu því allir sem ætla sér að renna austur og njóta bjartra og langra sumardaga fjarri skarkala heimsins að finna eitthvað við sitt hæfi. 

Ævintýralegir gististaðir á Austurlandi

Austurland í öllu sínu veldi | 19. júlí 2025

Nóg um að velja!
Nóg um að velja! Samsett mynd

Á Aust­ur­landi er eng­inn skort­ur á fal­leg­um, hlý­leg­um og vel bún­um gististöðum og ættu því all­ir sem ætla sér að renna aust­ur og njóta bjartra og langra sum­ar­daga fjarri skarkala heims­ins að finna eitt­hvað við sitt hæfi. 

Á Aust­ur­landi er eng­inn skort­ur á fal­leg­um, hlý­leg­um og vel bún­um gististöðum og ættu því all­ir sem ætla sér að renna aust­ur og njóta bjartra og langra sum­ar­daga fjarri skarkala heims­ins að finna eitt­hvað við sitt hæfi. 

Hér eru skemmti­leg­ir gisti­staðir á Aust­ur­landi sem finna má á vefsíðunni Airbnb.

Gam­all skóli við Seyðis­fjörð

Við Seyðis­fjörð er að finna lít­inn sæt­an kofa sem stend­ur við miðjan fjörðinn. Kof­inn, sem ber heitið Sæ­berg, er ein­hverj­um kunn­ur, en í hon­um var starf­rækt­ur skóli hér fyrr á tíð. Í dag er Sæ­berg vin­sæll gisti­staður en kof­inn hef­ur fengið alls­herj­ar­yf­ir­haln­ingu og býður upp á þægi­lega aðstöðu fyr­ir þá sem gista þar. Þakið á kof­an­um er eld­rautt á lit­inn, sem ger­ir dval­ar­gest­um auðvelt að koma auga á hann.

Hver vill ekki gista í gömlum skóla?
Hver vill ekki gista í göml­um skóla? Skjá­skot/​Airbnb

130 ára gam­alt hús á Eskif­irði

Á Eskif­irði stend­ur 130 ára gam­alt hús sem áhuga­söm­um býðst að leigja fyr­ir sann­gjarnt verð. Húsið hef­ur haldið í gamla sjarmann, en að stíga inn í Ás er eins og að stíga inn í gamla tím­ann, sem ger­ir gisti­staðinn enn meira heill­andi. Á sól­skins­degi er hægt að tylla sér út á pall með kaffi­bolla og virða fyr­ir sér feg­urð Eskifjarðar.

Húsið hefur haldið í gamla sjarmann, en að stíga inn …
Húsið hef­ur haldið í gamla sjarmann, en að stíga inn í Ás er eins og að stíga inn í gamla tím­ann, sem ger­ir gisti­staðinn enn meira heill­andi. Skjá­skot/​Airbnb

Fimm stjörnu íbúð á Reyðarf­irði

Reyðarfjörður er lengst­ur og breiðast­ur Aust­fjarðanna, alls 30 km lang­ur, og hef­ur upp á margt skemmti­legt að bjóða. Þeir sem hyggj­ast ferðast til Reyðarfjarðar ættu virki­lega að kynna sér þessa fimm stjörnu glæs­i­í­búð sem hef­ur verið vin­sæll val­kost­ur á meðal not­enda Airbnb, enda rúm­góð, björt, hlý­leg og út­bú­in öllu því helsta.

Þeir sem hyggjast ferðast til Reyðarfjarðar ættu virkilega að kynna …
Þeir sem hyggj­ast ferðast til Reyðarfjarðar ættu virki­lega að kynna sér þessa fimm stjörnu glæs­i­í­búð sem hef­ur verið vin­sæll val­kost­ur á meðal not­enda Airbnb. Skjá­skot/​Airbnb

Agn­arsmá perla á Fá­skrúðsfirði

Á Fá­skrúðsfirði er að finna krútt­leg­asta hús lands­ins þar sem gott er að slappa af og horfa út á hafið. Gist­i­rýmið er afar heim­il­is­legt og skemmti­lega inn­réttað með fal­leg­um stein­veggj­um og lit­rík­um hús­gögn­um.

Gistirýmið er afar heimilislegt og skemmtilega innréttað með fallegum steinveggjum …
Gist­i­rýmið er afar heim­il­is­legt og skemmti­lega inn­réttað með fal­leg­um stein­veggj­um og lit­rík­um hús­gögn­um. Skjá­skot/​Airbnb

Huggu­legt í Mjóaf­irði

Í Mjóaf­irði stend­ur ein­stak­lega fal­legt mynt­ug­rænt hús með stór­um palli þar sem auðvelt er að eyða fal­leg­um su­mar­kvöld­um með einn kald­an í hendi. Í hús­inu eru þrjú svefn­her­bergi, tvö baðher­bergi og bara allt sem fjöl­skyld­an og/​eða vina­hóp­ur­inn þarf til þess að njóta lífs­ins til hins ýtr­asta. Húsið stend­ur við sjó­inn og geta dval­ar­gest­ir átt von á skemmti­legri heim­sókn frá sæt­um sel­um sem sjást reglu­lega slappa af í fjör­unni.

Húsið stendur við sjóinn og geta dvalargestir átt von á …
Húsið stend­ur við sjó­inn og geta dval­ar­gest­ir átt von á skemmti­legri heim­sókn frá sæt­um sel­um sem sjást reglu­lega slappa af í fjör­unni. Skjá­skot/​Airbnb
mbl.is