„Alvarleg“ netárás hefur vera gerð á mikilvæga innviði Singapúr. Ríkið telur hóp sem hefur tengsl við Kína vera að baki.
„Alvarleg“ netárás hefur vera gerð á mikilvæga innviði Singapúr. Ríkið telur hóp sem hefur tengsl við Kína vera að baki.
„Alvarleg“ netárás hefur vera gerð á mikilvæga innviði Singapúr. Ríkið telur hóp sem hefur tengsl við Kína vera að baki.
Um er að ræða svokallaða APT-árás sem er vandlega skipulögð netárás þar sem árásaraðili eða hópur nær óséður inn í netkerfi með það markmið að safna viðkvæmum gögnum til lengri tíma án þess að vekja athygli.
K. Shanmugam innviðaráðherra sagði í gærkvöldi að ógnin væri „alvarleg og enn í gangi“ og að hópurinn UNC3886 væri að baki.
Netöryggisfyrirtækið Mandinat sagði hópinn vera „afar færan hóp kínverskra netnjósnara“.
Shanmugam sagði að ef hópnum tekst áætlunarverk sitt geti það haft mikil áhrif á Singapúr og íbúa ríkisins, m.a. leitt til þess að bankar, flugvellir og annar iðnaður verði óstarfhæfur.
Á árunum 2021 til 2024 hafa APT-árásir á Singapúr fjórfaldast.
Kínverska sendiráðið í Singapúr fordæmdi fjölmiðla fyrir að tengja UNC3886 við Kína.
Í yfirlýsingu sagði að um óréttmætar ásakanir væri að ræða og að í raun „væri Kína eitt af helstu fórnarlömbum netárása“.