„Alvarleg“ netárás gerð á Singapúr

Netárásir | 19. júlí 2025

„Alvarleg“ netárás gerð á Singapúr

„Alvarleg“ netárás hefur vera gerð á mikilvæga innviði Singapúr. Ríkið telur hóp sem hefur tengsl við Kína vera að baki. 

„Alvarleg“ netárás gerð á Singapúr

Netárásir | 19. júlí 2025

Á árunum 2021 til 2024 hafa APT-árásir á Singapúr fjórfaldast.
Á árunum 2021 til 2024 hafa APT-árásir á Singapúr fjórfaldast. AFP/Roslan Rahman

„Al­var­leg“ netárás hef­ur vera gerð á mik­il­væga innviði Singa­púr. Ríkið tel­ur hóp sem hef­ur tengsl við Kína vera að baki. 

„Al­var­leg“ netárás hef­ur vera gerð á mik­il­væga innviði Singa­púr. Ríkið tel­ur hóp sem hef­ur tengsl við Kína vera að baki. 

Um er að ræða svo­kallaða APT-árás sem er vand­lega skipu­lögð netárás þar sem árás­araðili eða hóp­ur nær óséður inn í net­kerfi með það mark­mið að safna viðkvæm­um gögn­um til lengri tíma án þess að vekja at­hygli.

K. Sh­an­mugam innviðaráðherra sagði í gær­kvöldi að ógn­in væri „al­var­leg og enn í gangi“ og að hóp­ur­inn UNC3886 væri að baki. 

Netör­ygg­is­fyr­ir­tækið Mandinat sagði hóp­inn vera „afar fær­an hóp kín­verskra netnjósn­ara“.

Sh­an­mugam sagði að ef hópn­um tekst áætl­un­ar­verk sitt geti það haft mik­il áhrif á Singa­púr og íbúa rík­is­ins, m.a. leitt til þess að bank­ar, flug­vell­ir og ann­ar iðnaður verði óstarf­hæf­ur. 

Á ár­un­um 2021 til 2024 hafa APT-árás­ir á Singa­púr fjór­fald­ast. 

Kín­verska sendi­ráðið í Singa­púr for­dæmdi fjöl­miðla fyr­ir að tengja UNC3886 við Kína. 

Í yf­ir­lýs­ingu sagði að um órétt­mæt­ar ásak­an­ir væri að ræða og að í raun „væri Kína eitt af helstu fórn­ar­lömb­um netárása“.

mbl.is