Eigandinn bauð gesti nudd

Kynbundið ofbeldi er algengt á Indlandi.
Kynbundið ofbeldi er algengt á Indlandi. AFP

Bresk kona slasaðist er hún stökk fram af svölum á hóteli í Agra á Indlandi í kjölfar þess að hafa verið áreitt. Lögreglan segir að konan, sem er á þrítugsaldri, hafi sagt frá því að hún hefði vaknað um miðja nótt við það að eigandi hótelsins bankaði á dyrnar og bauð henni nudd. Frá þessu greinir BBC.

Hún segir að eigandinn hafi neitað að fara svo hún hafi gripið til þess ráðs að stökkva fram af svölum herbergisins. Hún lenti á svölum næstu hæðar og slasaðist á fæti. Það stöðvaði hana ekki í því að flýja hótelið.

Hóteleigandinn hefur verið handtekinn. Breska utanríkisráðuneytið segist fylgjast með málinu.

Konan er nú komin á annað hótel og hefur að sögn indversku lögreglunnar verði til að gæta öryggis síns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert