ESB stöðvar viðræðurnar tímabundið

Karel De Gucht, viðskiptastjóri Evrópusambandsins.
Karel De Gucht, viðskiptastjóri Evrópusambandsins. AFP

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur stöðvað fríversl­un­ar­viðræður sam­bands­ins við Banda­rík­in tíma­bundið vegna ágrein­ings um laga­lega vernd fyr­ir­tækja. Fram­kvæmda­stjórn­in hef­ur áhyggj­ur af ákvæði sem gæti veitt fyr­ir­tækj­um heim­ild til þess að lög­sækja rík­is­stjórn­ir fyr­ir að setja lög sem færu gegn mögu­leg­um fríversl­un­ar­samn­ingi og þannig til að mynda komið í veg fyr­ir mögu­lega laga­setn­ingu á sviði um­hverf­is­mála og fé­lags­mála.

Fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu sem Kar­el De Gucht, viðskipta­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, sendi frá sér í gær að rík­is­stjórn­ir yrðu að sýna fyr­ir­tækj­um sann­girni til þess að laða mætti að fjár­fest­ing­ar. Hins veg­ar væri áhyggj­ur fyr­ir hendi af því að fyr­ir­tæk­in nýttu sér gluf­ur í lög­um og regl­um vegna þess að laga­setn­ing­ar hafi ekki verið nægj­an­lega skýr­ar. „Sum­ir inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins hafa raun­veru­leg­ar áhyggj­ur af þess­um hluta samn­ings á milli sam­bands­ins og Banda­ríkj­anna.“

Enn­frem­ur seg­ir í til­kynn­ing­unni að Evr­ópu­sam­bandið ætli að taka sér þriggja mánaða tíma til þess að fara yfir málið. Skýrsla yrði síðan lögð fram í mars áður en fyr­ir­huguð þriðja um­ferð viðræðna um mögu­leg­an fríversl­un­ar­samn­ing fari fram í sama mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert