Munaðarlaus og aleinn á flótta

Ungir drengir í flóttamannabúðum í Bangui, höfuðborg Mið-Afríkulýðveldisins.
Ungir drengir í flóttamannabúðum í Bangui, höfuðborg Mið-Afríkulýðveldisins. AFP

Ibra­him Ada­mou varð vitni að því er for­eldr­ar hans voru drepn­ir. Hann var ekki viss hvort eitt­hvert fimm systkina hans hefði lifað af árás hinna kristnu skæru­liða. Fjöl­skylda hans hafði ekk­ert til sak­ar unnið. Skæru­liðarn­ir skutu ein­fald­lega á hana er þeir áttu leið hjá. Börn í Mið-Afr­íku­lýðveld­inu eiga mörg hver hvergi skjól. Of­beldið er yf­ir­gengi­legt. 

Hinn sjö ára gamli Ada­mou lagði á flótta. Hann gekk ber­fætt­ur um 100 kíló­metra leið. Hann var al­einn. Hann svaf í skjóli ban­ana­trjánna og gekk eft­ir rauðgul­um mold­ar­göt­um á dag­inn. Hann vissi í raun ekk­ert hvert hann var að fara. Og hafði ekk­ert að borða.

Í frétta­skýr­ingu Ap-frétta­stof­unn­ar, þar sem saga drengs­ins er rak­in, kem­ur fram að hann hafi loks hitt friðargæsluliða sem gáfu hon­um kök­ur og bentu hon­um á að leita skjóls í kaþólskri kirkju þar sem um 800 mús­lím­ar halda til. 

Í kaþólsku kirkj­unni eru að minnsta kosti sex önn­ur börn und­ir tíu ára aldri í ná­kvæm­lega sömu stöðu og litli dreng­ur­inn. Þrír mánuðir eru nú liðnir frá því að óöld­in hófst í land­inu. Kristn­ir og mús­lím­ar berj­ast af hörku og mörg hundruð hafa týnt lífi. Munaðarlaus börn ráfa um landið - þau eru oft þau einu sem lifa árás­irn­ar af.

Nú er ljóst að ör­yggi fólks­ins í kirkj­unni er ógnað. Vopnaðir hóp­ar krist­inna skæru­liða hafa um­kringt kirkj­una og krefjast þess að mús­lím­arn­ir sem þar halda til yf­ir­gefi landið. Þá hafa þeir hótað því að kveikja í kirkj­unni.

Frá flóttamannabúðum í Mið-Afríkulýðveldinu.
Frá flótta­manna­búðum í Mið-Afr­íku­lýðveld­inu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert