Hollande heimsækir Mið-Afríkulýðveldið

00:00
00:00

Franço­is Hollande, for­seti Frakk­lands, er vænt­an­leg­ur til Mið-Afr­íku­lýðveld­is­ins í dag. Þrír mánuðir eru liðnir síðan hann ákvað að auka við herafla Frakka í land­inu. For­seti Mið-Afr­íku­lýðveld­is­ins vill að her­menn Frakka og annarra Afr­íku­ríkja noti alla þá heim­ild sem Sam­einuðu þjóðirn­ar veittu til að stöðva stríðið. Yf­ir­maður franska herliðsins í land­inu seg­ir hins veg­ar að stjórn­völd í land­inu verði að sjálf að láta til sín taka.

Í þess­ari viku bætt­ust 400 fransk­ir her­menn við hóp­inn sem fyr­ir er í Mið-Afr­íku­lýðveld­inu. 

Hollande mun hitta for­set­ann, Cat­her­ine Sam­ba Panza.

„Íbúar Mið-Afr­íku­lýðveld­is­ins verða að taka þátt í upp­bygg­ingu lands­ins. Við ger­um þegar mikið,“ sagði hers­höfðing­inn Francisco Soriano.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert