Krefst bóta fyrir framhjáhaldsfrétt

Julie Gayet
Julie Gayet AFP

Einka­mál frönsku leik­kon­unn­ar Ju­lie Gayet gegn Closer-tíma­rit­inu verður tekið fyr­ir í dag í út­hverfi Par­ís­ar. Hún höfðaði skaðabóta­mál gegn tíma­rit­inu fyr­ir að hafa brotið gegn friðhelgi einka­lífs henn­ar með birt­ingu frétt­ar og mynda af henni og for­seta Frakka­lands, Franço­is Hollande.

Gayet fer fram á 50 þúsund evr­ur í bæt­ur, 7,7 millj­ón­ir ís­lenskra króna, og fjög­ur þúsund evr­ur í máls­kostnað.

Closer birti ít­ar­leg­ar frétt­ir af því að Hollande hefði haldið við Gayet í tvö ár og í kjöl­farið slitu hann og sam­býl­is­kona hans til margra ára, Valérie Trierweiler, sam­vist­ir.

Meðal ann­ars fylgdu með ljós­mynd­ir af Hollande laum­ast á fund henn­ar um miðja nótt á skell­inöðru. Jafn­framt birti Closer mynd af Gayet í bíl sín­um en sam­kvæmt frönsk­um lög­um fell­ur bíll inn­an ákvæða laga um einka­líf.

Leik­kon­an hef­ur einnig kært ljós­mynd­ar­ann til lög­reglu en hún seg­ir að hann, Sebastien Valiela, hafi brotið gegn friðhelgi einka­lífs henn­ar. Ef hann verður fund­inn sek­ur á hann yfir höfði sér allt að árs fang­elsi og 45 þúsund evra sekt.

Laurence Pieau, rit­stjóri Closer, seg­ir að þegar frétt­in hafi loks verið birt um ástar­sam­bandið hafi fátt annað verið rætt í tölu­verðan tíma meðal íbúa lands­ins. „Við unn­um vinn­una okk­ar sem blaðamenn í að greina al­menn­ingi rétt frá hlut sem hann hafði rétt á að vita,“ seg­ir hún í viðtali við AFP.

Gayet mun ekki sjálf mæta í rétt­ar­sal­inn í Nan­ter­re í dag en hún hef­ur verið lítt áber­andi frá því málið kom upp. Hún var hins veg­ar viðstödd af­hend­ingu Ces­ar-verðlaun­anna á föstu­dags­kvöldið en hún var til­nefnd fyr­ir leik sinn í auka­hlut­verki í mynd­inni Quai d'Or­say.

AFP
Samsett ljósmynd sem sýnir Francois Hollande og leikkonuna Julie Gayet.
Sam­sett ljós­mynd sem sýn­ir Franco­is Hollande og leik­kon­una Ju­lie Gayet. EPA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert