Um 245 fundist látnir í Tyrklandi

Yfirvöld í Tyrklandi segja að a.m.k. 245 námaverkamenn hafi fundist látnir í kolanámu í bænum Soma en hátt í 450 námumönnum hefur verið bjargað.

Björgunarsveitarmenn hafa í allan dag leitað að líkum og fólki í lífi í námunni sem hrundi í kjölfar sprengingar. 

Tugir verkamanna náðu að forða sér þegar slysið varð en að sögn yfirvalda er um 120 enn saknað .

Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, heimsótti bæinn Soma í dag, sem er á vesturhluta landsins. Erdogan sagði að þetta væri harmleikur sem yfirvöld myndu rannsaka í þaula og þau myndu „velta við hverjum steini“ til að komast til botns í málinu.

Íbúar bæjarins komu hins vegar saman til að mótmæla í dag og hrópuðu ókvæðisorðum að ríkisstjórninni. Ættingjar þeirra námumanna sem hefur verið saknað komu saman við námuna og biðu örvæntingarfullir eftir að fá fréttir áf sínum nánustu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert