Stefna að samningi í lok árs 2015

Banda­rík­in og Evr­ópu­sam­bandið stefna að því að ljúka viðræðum um fríversl­un­ar­samn­ing í lok árs 2015 en upp­haf­lega var stefnt að því að slík­ur samn­ing­ur lægi fyr­ir í lok þessa árs. Mögu­leg­ur samn­ing­ur mun þó ekki ná til fjár­mála­geir­ans þar sem Banda­ríkja­menn hafa hafnað því að reglu­verk Banda­ríkj­anna og sam­bands­ins á því sviði verði sam­ræmt.

Sendi­herra Banda­ríkj­anna í Brus­sel, Ant­hony Gardner, kom þeim skila­boðum á fram­færi við viðskipta­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins, Kar­el De Gucht, á fundi í Brus­sel í gær. Fram kem­ur á frétta­vefn­um Eu­obser­ver.com að De Gucht hafi orðið fyr­ir mikl­um von­brigðum vegna þessa en sam­bandið hef­ur lagt mikla áherslu á að mögu­leg­ur fríversl­un­ar­samn­ing­ur nái til fjár­mála­geir­ans. Banda­ríkja­menn hafa hins veg­ar ekki verið hlynnt­ir því á þeim for­send­um að reglu­verk Evr­ópu­sam­bands­ins í þeim efn­um gengi skem­ur en banda­rískt reglu­verk sem sett var í kjöl­far alþjóðlegu efna­hagskrís­unn­ar.

Fram kem­ur í frétt­inni að viðræður á milli Banda­ríkj­anna og Evr­ópu­sam­bands­ins um fjár­mála­geir­ann í tengsl­um við fríversl­un­ar­viðræðurn­ar hafi ekki skilað mikl­um ár­angri. Afstaða Banda­ríkj­anna komi því ekki á óvart. Enn­frem­ur seg­ir að þetta sé fyrsti mála­flokk­ur­inn sem Banda­ríkja­menn fari fram á að viðræðurn­ar nái ekki til en áður hafði Evr­ópu­sam­bandið kraf­ist þess að þær næðu ekki til hljóð- og mynd­efn­is að kröfu franskra stjórn­valda. 

Þurfa að sann­færa al­menn­ing

Báðir aðilar viðræðnanna viður­kenndu að á bratt­ann væri að sækja við að sann­færa al­menn­ing um ágæti fyr­ir­hugaðs fríversl­un­ar­samn­ings á milli Banda­ríkj­anna og Evr­ópu­sam­bands­ins og De Gucht kvartaði yfir því að fram­bjóðend­ur til Evr­ópuþings­ins, sem kosið verður til síðar í þess­um mánuði, hefðu beint spjót­um sín­um að viðræðunum. Þá lýsti hann furðu sinni á því að Mart­in Schulz, fram­bjóðandi sósí­al­ista til embætt­is for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins og nú­ver­andi for­seti Evr­ópuþings­ins, hafi kallað eft­ir því að viðræðunum yrði slegið á frest.

Gardner fór hörðum orðum um gagn­rýn­end­ur fyr­ir­hugaðs fríversl­un­ar­samn­ings og sakaði þá um að dreifa goðsögn­um og lyg­um um hann. Voru þeir De Gucht sam­mála um að halda ætti vinnu við samn­ing­inn áfram þrátt fyr­ir að ekki væri samstaða um að þær næðu til ákveðinna mála­flokka. Stefna ætti að því að ljúka viðræðunum fyr­ir lok árs 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert