Stúdentar funda með yfirvöldum

Mótmælendur fjölmenntu fyrir utan heimili Leung í kvöld.
Mótmælendur fjölmenntu fyrir utan heimili Leung í kvöld. AFP

Stúd­enta­leiðtog­arn­ir sem hafa leitt mót­mæl­in í Hong Kong hafa samþykkt að funda með full­trú­um yf­ir­valda í Hong Kong. Á fund­in­um munu leiðtog­arn­ir ræða kröf­ur mót­mæl­enda en þeir hafa engu að síður svarið að halda mót­mæl­un­um áfram þar til kröf­um þeirra um frjáls­ar kosn­ing­ar hef­ur verið mætt.

Mót­mæl­in hafa verið nefnd Regn­hlíf­a­bylt­ing­in eft­ir að mót­mæl­end­ur vörðu sig gegn tára­gasi óeirðalög­reglu með regn­hlíf­um. Þau eru að stóru leiti drif­in áfram af Banda­lagi stúd­enta í Hong Kong (The Hong Kong Federati­on of Stu­dents) sem hafa með hjálp al­menn­ings og fleiri hópa tekið yfir mörg helstu viðskipta­hverfi og um­ferðaræðar Hong Kong. 

Þrátt fyr­ir að samþykkja að funda fara for­svars­menn stúd­enta­banda­lags­ins staðfast­lega fram á að C. Y. Leung, æðsti emb­ætt­ismaður yf­ir­valda í Hong Kong, segi af sér. 

„C.Y. Leung hef­ur þegar misst öll sín heil­indi og svikið traust fólks­ins. Hann hef­ur ekki ein­ung­is neitað al­menn­ingi um raun­veru­leg­ar póli­tísk­ar um­bæt­ur því hann skipaði einnig fyr­ir um rót­tæk­ar og of­beld­is­full­ar aðgerðir með tára­gasi gegn friðsam­leg­um mót­mæl­end­um. Af­sögn hans er aðeins tímaspurs­mál,“ seg­ir í til­kynn­ingu stúd­enta­banda­lags­ins.

Leung sagði hins­veg­ar á fjöl­miðlafundi fyrr í dag að hann hygg­ist ekki segja af sér þar sem hann þurfi að halda áfram að vinna að kosn­ing­un­um.

Í ág­úst til­kynntu yf­ir­völd í Kína að íbú­ar Hong Kong myndu fá að kjósa sinn næsta leiðtoga sjálf en að aðeins þeir sem væru samþykkt­ir af nefnd hliðhollri kín­versk­um stjórn­völd­um fengju að bjóða sig fram. Mót­mæl­end­ur hafa kallað fyr­ir­komu­lagið gervi­lýðræði og hyggj­ast ekki sleppa göt­um Hong Kong úr greip­um sín­um fyrr en yf­ir­völd samþykkja frjáls­ar kosn­ing­ar.

Leung hélt fjölmiðlafund þar sem hann hafnaði kröfu mótmælenda um …
Leung hélt fjöl­miðlafund þar sem hann hafnaði kröfu mót­mæl­enda um af­sögn hans en bauð sátta­fund þess í stað. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert