Herða refsiaðgerðir gegn Rússum

John Baird, utanríkisráðherra Kanada.
John Baird, utanríkisráðherra Kanada. AFP

Kan­ada til­kynnti í dag að það myndi herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna inn­rás­ar­inn­ar á Krímskaga. Til­kynn­ing­in kem­ur aðeins ein­um degi eft­ir að for­seti Rúss­lands, Vla­dimir Pút­in, kenndi þving­un­um vest­ur­land­anna um versn­andi efna­hags­ástand heima fyr­ir. 

Ut­an­rík­is­ráðherra Kan­ada, John Baird, sagði á frétta­manna­fundi að ell­efu Rúss­um og níu Úkraínu­mönn­um yrði bætta á lista yfir þá sem þving­an­irn­ar ná til. Einnig verða nýj­ar aðferðir notaðar sem koma niður á olíu- og námuiðnaðinum í Rússlandi.

Baird sagði á fund­in­um að hrun rúblunn­ar síðustu vik­ur ættu að vera nóg til að fá Pútín og stuðnings­menn hans til að stoppa. „Ef hann vill snúa efna­hagn­um við verður hann að fara út úr Úkraínu, skila Krímskag­an­um og virða alþjóðaregl­ur,“ sagði Baird.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert