Tveir lögreglumenn voru skotnir til bana í New York í dag. Þeir sátu í bílum sínum þegar skotið var á þá. Talið er að setið hafi verið fyrir þeim.
Vitni voru að skotárásinni. Vitni sagði í samtali við New York Times að maður hefði komið út úr hús og komið aftan að lögreglubifreiðinni og skotið á lögreglumennina sem sátu inn í bílnum.
Árásarmaðurinn var skotinn til bana á lestarstöðu skammt frá. Ekki er vitað hvort lögreglumenn skutu manninn eða hvort hann framdi sjálfsvíg.