„Við erum öll orðin feit á ný“

Jóhanna Engelhartsdóttir sigraði The Biggest Loser Ísland árið 2014.
Jóhanna Engelhartsdóttir sigraði The Biggest Loser Ísland árið 2014. mbl.is/Eggert

Önnur þáttaröð Big­gest Loser Ísland hófst í síðustu viku. Þætt­irn­ir hafa verið um­deild­ir hér landi og er­lend­is og hafa aðeins ör­fá­ir kepp­end­ur vest­an­hafs talað við fjöl­miðla um nei­kvæða upp­lif­un sína, þar sem þeir eiga á hættu að að vera lög­sótt­ir fyr­ir að tjá sig án leyf­is fram­leiðanda. Þau tala um lang­ar, krefj­andi æf­ing­ar, niður­læg­ingu þjálf­ara og að þau hafi nán­ast verið svelt er þau tóku þátt í þætt­in­um. 

Í frétta­til­kynn­ingu sem barst frá Skjá ein­um og Saga Film áður en fyrsta þáttaröðin fór í loftið á síðasta ári sagði að ís­lenska þjóðin stæði á tíma­mót­um. Hún væri sú feit­asta í Evr­ópu og við blasti al­var­legt lýðheilsu­vanda­mál. Því hafi fyr­ir­tæk­in ákveðið að ráðast í „stærsta sjón­varps­verk­efni síðustu ára, Big­gest Loser Ísland.“

Sum­ir þeirra sem hafa stigið fram og greint frá upp­lif­un sinni eru stolt­ir og ánægðir með ár­ang­ur­inn en aðrir draga upp skelfi­lega mynd af keppn­inni og aðferðunum sem notaðar eru. Hér að neðan má sjá um­mæli nokk­urra þátt­tak­enda. 

Ef­laust síðasta hálmstráið í bar­áttu margra

Í þætt­in­um er fylgst með hópi ein­stak­linga keppa í þyngd­artapi. Þeir eiga það sam­eig­in­legt að vera í yfirþyngd en sá sem hef­ur misst mest­an hluta af þyngd sinni í lok­in fer með sig­ur af hólmi. Þætt­irn­ir hafa einna helst verið gagn­rýnd­ir fyr­ir áherslu á mikið þyngd­artap á stutt­um tíma en einnig fyr­ir að sýna fólk í yfirþyngd í niður­lægj­andi ljósi. 

mbl.is ræddi ný­lega við Dr. Veru Tarm­an, yf­ir­lækni á stærstu meðferðar­stöð Kan­ada við vímu­efnafíkn. Hún bend­ir á að matarfíkn sé raun­veru­leg fíkn sem vís­inda­sam­fé­lagið þurfi að verða opn­ari fyr­ir. Sum­ir sjúk­ling­ar henn­ar, sem glímdu bæði við mat­ar- og eit­ur­lyfja­vanda, sögðu að matarfíkn­in væri verri en fíkn­in í kókaínið, þeir hefðu alla­vega stjórn á eit­ur­lyfjafíkn­inni. 

Þau sem taka þátt í Big­gest Loser, hér á landi og er­lend­is, eru eins og áður sagði í yfirþyngd. Ekki er ólík­legt að þau glími við matarfíkn, sjúk­dóm sem þau hafa ef til vill glímt við frá barnæsku. Þau hafa reynt hinar ýmsu leiðir til að létt­ast, farið í gegn­um hvern megr­un­ar­kúr­inn á fæt­ur öðrum og fengið að finna fyr­ir for­dóm­um. 

Þátt­taka í þætti sem þess­um er ef­laust síðasta hálmstráið í bar­áttu margra kepp­enda. Þau sjá ekki aðra leið út og kjósa að hleypa áhorf­and­um að sín­um dýpstu hjartarót­um, leyfa hon­um að fylgj­ast með sér púla í von um að vera ekki send­ur heim. Fólkið stend­ur fá­klætt á vigt­inni og áhorf­end­ur fylgj­ast spennt­ir með. 

Hin meinta „vott­un“ á ekki við hér á landi

Á heimasíðu Skjás­ins þar sem lesa má um efni þátt­ar­ins seg­ir að þúsund­ir ein­stak­linga hvaðanæva úr heim­in­um hafi farið í gegn­um heilsu­ferli The Big­gest Loser sem hafi gjör­breytt lífs­hátt­um þeirra og sé það vottað af lækn­um, sál­fræðing­um og nær­ing­ar­fræðing­um. 

Fyr­ir tæpu ári sendu sjö fé­lög frá sér yf­ir­lýs­ingu í tengsl­um við vott­un­ina sem vísað er í á heimasíðu Skjás­ins. Þar sagði að sú meinta „vott­un“ sem ís­lensk út­gáfa sjón­varpsþátt­anna The Big­gest Loser er sögð hafa fengið frá lækn­um, sál­fræðing­um og nær­ing­ar­fræðing­um ætti ekki við um fag­fólk hér á landi.

Í yf­ir­lýs­ing­unni kom jafn­framt fram að þætt­irn­ir hefðu sætt mik­illi gagn­rýni, bæði er­lend­is og hér á landi, fyr­ir öfga­kennd­ar áhersl­ur á þyngd­artap, mikla fæðutak­mörk­un, álag við æf­ing­ar og harka­lega fram­komu þjálf­ara í garð kepp­enda. Ný­lega var fjallað var um þætt­ina á vef Lík­ams­virðing­ar.

Sýn­ing­ar á þátt­un­um hóf­ust árið 2004 í Banda­ríkj­un­um og koma fjöl­marg­ir í áheyrn­ar­prufu fyr­ir hverja þáttaröð. Sýn­ing­ar á sextándu þáttaröðinni í Band­ara­ríkj­un­um standa nú yfir. Að meðaltali fylgj­ast sjö millj­ón­ir manna með þætt­in­um í viku hverri og um 200 þúsund manns koma í áheyrn­ar­prufu fyr­ir  hverja þáttaröð. 

Vin­kon­an hvatti hana til að taka þátt

Ein þeirra sem stigið hef­ur fram og rætt um reynslu sína er Kai Hibb­ard. Hún tók þátt árið 2006 og missti tæp­lega 55 kíló á meðan á keppn­inni stóð. Í viðtali sem birt­ist ný­lega í  New York Post seg­ist hún skamm­ast sín fyr­ir að hafa tekið þátt. 

Hibb­art seg­ir að hún hafi alltaf verið í vand­ræðum með þyngd­ina en í janú­ar árið 2006, þegar hún var orðin rúm­lega 120 kíló, sagði vin­kona henn­ar við hana að nú væri hún orðin allt of feit og hvatti hana til að reyna að kom­ast í The Big­gest Loser. 

Hún vand­ar fram­leiðend­um þátt­anna ekki kveðjurn­ar og seg­ir að hún hafi meðal ann­ars verið neydd til að dvelja í her­bergi sem henni var út­hlutað á meðan keppn­inni stóð þegar ekki var verið að mynda fyr­ir þætt­ina. „Hót­elið til­kynn­ir stjórn­end­um þátt­ar­ins ef þú yf­ir­gef­ur her­bergið,“ seg­ir hún.

Inn­byrtu eitt þúsund hita­ein­ing­ar á dag

Hibb­ard seg­ir einnig að þjálf­ar­arn­ir hafi látið ýmis ljót orð falla við kepp­end­ur. „Þeir sögðu til dæm­is við kepp­end­urna, þú munt deyja áður en börn­in þín vaxa úr grasi, þú munt deyja rétt eins og móðir þín, við höf­um þegar valið lík­kistu fyr­ir feitt fólk,“ rifjar Hibb­ard upp.

Hér má sjá brot úr þætt­in­um en þar læt­ur þjálf­ari kepp­anda heyra það. 

Hún seg­ir einnig að kepp­end­ur hafi ekki fengið að nær­ast mikið en þau inn­byrtu um eitt þúsund hita­ein­ing­ar á degi hverj­um. Orkuþörf lík­am­ans er mjög breyti­leg og er háð ýms­um þátt­um. Sá sem æfir mikið, líkt og kepp­end­ur The Big­gest Loser, þurfa að inn­byrða mun fleiri hita­ein­ing­ar en sá sem hreyf­ir sig lítið all­an dag­inn.

Sú orka sem fer í grun­nefna­skipti er oft áætluð vera um 1440 hita­ein­ing­ar. Dag­leg orkuþörf lík­am­ans er því sú orka sem þarf við grun­nefna­skipti að viðbættri ork­unni sem þarf til að reka það sem hver og einn ger­ir yfir dag­inn. 

Hætti að fara á blæðing­ar og missti hárið

Hibb­ard lýs­ir því einnig hvernig heilsu henn­ar fór hrak­andi. „Ég hætti að fara á blæðing­ar, ég svaf aðeins þrjár klukku­stund­ir á nótt­unni,“ seg­ir Hibb­ard en hún glímdi einnig við hár­los. Hún seg­ir að tíðahring­ur henn­ar sé ekki enn orðinn eðli­leg­ur átta árum eft­ir keppn­ina. Skjald­kirt­ill henn­ar hafði alltaf verið í góðu lagi en það á ekki leng­ur við.

Blaðamanni New York Post leik­ur þá for­vitni á að vita af hverju kepp­end­ur hætta ekki keppni. 

„Þú ert heilaþveg­inn til að trúa því að þú sért afar hepp­inn að vera þarna,“ seg­ir Hibb­ard. „Ég hugsaði, þú munt líta út fyr­ir að vera vanþakk­lát ef þú létt­ist ekki meira fyr­ir lokaþátt­inn.“

Fyrsta æf­ing­in var fjór­ar klukku­stund­ir

Ann­ar kepp­andi sem ræddi við New York Post en vildi ekki láta nafns síns getið seg­ir að farsími henn­ar og far­tölva hafi verið tek­in af hon­um þegar hann inn­ritaði sig á hót­elið í fyrsta skiptið til að taka þátt í keppn­inni. Hann tel­ur að tölva hans hafi verið hleruð. 

Kepp­and­inn seg­ir einnig að fyrsta æf­ing­in hafi verið fjög­urra klukku­stunda löng og hneig hann að lok­um niður. „Ég hélt að ég myndi deyja,“ seg­ir hann í sam­tali við New York Post. „Ég gat ekki meira.“ Þá öskraði þjálf­ar­inn. „Stattu upp.“

Í um­fjöll­un New York Post kem­ur einnig fram að kepp­end­ur hafi þurft að leita sér lækn­is­hjálp­ar, nokkr­um sinn­um vegna al­var­legra veik­inga. Ryan Ben­son, fyrsti sig­ur­veg­ari sjón­varpsþátt­araðar­inn­ar, var tæp 150 kíló þegar hann hóf keppni en rúm­lega 94 kíló í lok­in.

Eft­ir að hafa staðið uppi sem sig­ur­veg­ari var hann svo illa hald­inn af vannær­ingu að blóð var að finna í þvagi hans. Í dag er Ben­son um 150 kíló á ný.

Notaði gufubaðið í sex klukku­stund­ir á dag

„Ég borðaði barna­mat. Ég vafði rusla­pok­um utan um mig til að svitna. Við notuðum gufubaðið í sex klukku­stund­ir á dag. Við hætt­um að borða og drekka og æfðum í fjór­ar klukku­stund­ir á dag. Fólk féll í yf­irlið hjá lækn­in­um,“ seg­ir Suz­anne Mendoca, en hún tók þátt í ann­arri þáttaröð Big­gest Loser.

Hún seg­ir al­veg ljóst af hverju sjón­varps­stöðin NBC sem sýn­ir þætt­ina í Banda­ríkj­un­um fram­leiði ekki þætti þar sem kepp­end­ur hitt­ist aft­ur eft­ir að hafa lokið keppni. „Af hverju,“ spyr hún. „Af því að við erum öll orðin feit á ný.“

Kem­ur fram­leiðend­um þátt­anna til varn­ar

Eins og áður sagði eru sum­ir kepp­end­urn­ir ánægðir með ár­ang­ur sinn og þátt­töku í The Big­gest Loser. Vincent Higger­son, sem tók þátt í tólftu þáttaröðinni í Banda­ríkj­un­um, missti rúm­lega 50 kíló og seg­ir þátt­tök­una hafa breytt lífi sínu. 

Í ný­legu viðtali kem­ur hann fram­leiðend­um þátt­anna til varn­ar. Hann seg­ist ekki áfell­ast Hibb­ard fyr­ir þau orð sem hún hef­ur látið falla um þætt­ina. Hann seg­ist aldrei hafa fundið fyr­ir for­dóm­um frá þjálf­urn­um vegna þyngd­ar sinn­ar og þver­tek­ur fyr­ir að um heilaþvott hafi verið að ræða. 

Fram­kom­an í Big­gest Loser teld­ist brot­leg

Gætu ekki vottað Big­gest Loser

Þættirnir hafa sætt mikilli gagnrýni, bæði erlendis og hér á …
Þætt­irn­ir hafa sætt mik­illi gagn­rýni, bæði er­lend­is og hér á landi. Mynd­in teng­ist frétt­inni ekki beint. Golli / Kjart­an Þor­björns­son
Í þættinum er fylgst með hópi einstaklinga keppa í þyngdartapi. …
Í þætt­in­um er fylgst með hópi ein­stak­linga keppa í þyngd­artapi. Mynd­in teng­ist frétt­inni ekki beint. Krist­inn Ingvars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert