„Þetta er ekki minn fríverslunarsamningur“

Cecilia Malmström.
Cecilia Malmström. AFP

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins vill að rík­is­stjórn­ir ríkja sam­bands­ins leggi meira á sig í því skyni að afla fyr­ir­huguðum fríversl­un­ar­samn­ingi við Banda­rík­in stuðnings og standi vörð um viðræðurn­ar við Banda­ríkja­menn.

Þetta hef­ur frétta­veit­an AFP eft­ir Cecilia Malmström, viðskipta­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins. Tug­ir þúsunda mót­mæl­enda gengu um borg­ir og bæi inn­an sam­bands­ins á laug­ar­dag­inn og mót­mæltu fyr­ir­huguðum fríversl­un­ar­samn­ingi. Hef­ur andstaða við hann farið vax­andi víða inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins sam­kvæmt frétt­um AFP. Ekki síst í Þýskalandi.

„Ríki Evr­ópu­sam­bands­ins verða að gera meira vegna þess að þetta er ekki mitt verk­efni, þetta er ekki minn fríversl­un­ar­samn­ing­ur,“ er haft eft­ir Malmström.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert