Sleppa 350 barnungum hermönnum

Mótmæli í Bangui.
Mótmæli í Bangui. AFP

Vopnaðir hóp­ar í Mið-Afr­íku­lýðveld­inu hafa sleppt úr haldi 350 barn­ung­um her­mönn­um, í sam­ræmi við sátta­mála við UNICEF. Full­trúi sam­tak­anna í Bangui, Mohamed Malick Fall, seg­ir um að ræða stórt skref í átt til friðar, eft­ir tveggja ára átök.

Þúsund­ir barna eru tal­in á valdi vopnaðra hópa í land­inu. Börn­in sem sleppt var í dag hafa þegar geng­ist und­ir lækn­is­skoðun og munu einnig fá sál­ræn­an stuðning. Þá verður þess freistað að hafa uppi á fjöl­skyld­um þeirra.

„Hvert þeirra þarfn­ast víðtæks stuðnings og vernd­un­ar, til að þau geti end­ur­byggt líf sitt og  haldið áfram barnæsku sinni,“ sagði Fall.

Fyrr­nefnd­ur sátt­máli var und­ir­ritaður við sátt­ar­viðræður í Bangui í vik­unni.

UNICEF áætl­ar að á milli 6.000-10.000 börn séu enn í haldi vopnaðra hópa, en þau eru m.a. notuð í hernaði og sem kyn­lífsþræl­ar. Sam­einuðu þjóðirn­ar hafa varað við því að Mið-Afr­íku­lýðveldið „gleym­ist“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert