Ríkissaksóknarinn í Baltimore hélt í dag blaðamannafund þar sem kom fram að kviðdómur hefur ákveðið að formlega ákæra sex lögreglumenn sem taldir eru bera ábyrgð á láti Freddie Gray, ungs manns sem lést í haldi lögreglunnar í Baltimore fyrr á þessu ári.
Talið er að meðferð lögreglumannanna á honum hafi leitt til dauða hans, og verða eru þau meðal annars ákærð fyrir manndráp.
Málið var eitt margra svipaðra mála sem leiddi til mikilla mótmæla og uppþota í Baltimore þar sem fólk gagnrýndi lögregluna harkalega fyrir framgöngu sína gegn blökkumönnum á svæðinu.
Sjá frétt mbl.is: Búist við þúsundum á götum Baltimore
Sjá frétt New York Times