Kom „til þess að skjóta svart fólk“

Dylann Roof er 21 árs gamall.
Dylann Roof er 21 árs gamall. Af Facebook

Hinn 21 árs gamli Dylann Roof hefur verið handtekinn í Norður Karólínu fylki Bandaríkjanna en hann er grunaður um að hafa skotið níu manns til bana í kirkju í Charleston í Suður Karólínu fylki í gærkvöldi.

Roof er frá borginni Lexington í Suður Karólínu. Hann var viðstaddur biblíufræðslu í kirkjunni í gærkvöldi þegar hann stóð skyndilega upp og sagðist vera kominn „til þess að skjóta svart fólki“ að sögn vitna. Roof er talinn hafa notað skammbyssu. Þetta kemur fram á CNN.

Ódæðið var framið um klukkan níu í gærkvöldi að staðartíma og hafði leit að Roof staðið yfir síðan þá. Í morgun birti lögregla myndir af Roof og fannst hann nokkrum klukkustundum síðar.

Lög­reglu­stjór­inn í Char­lest­on, Greg­ory Mul­len, staðfesti í sam­tali við fjöl­miðla að árás­in sé rann­sökuð sem hat­urs­glæp­ur. 

Nú þegar hefur verið opnuð Facebook síða hóps sem krefst þess að Roof verði tekinn af lífi fyrir árásina. En einnig er búið að stofna hóp þar sem fram kemur að Roof sé saklaus undir sekt sé sönnuð. Í þriðja hópnum er byssulöggjöf Bandaríkjanna gagnrýnd og haldið fram að Roof sé „dæmigerður Bandaríkjamaður“.

Fyrri fréttir mbl.is:

Birtu myndir af þeim grunaða

Níu féllu í skotárás í Charleston

Hér má sjá manninn sem grunaður er um árásina á …
Hér má sjá manninn sem grunaður er um árásina á upptöku eftirlitsmyndavélar. Skjáskot af Sky
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert