Fá bætur fyrir lögregluofbeldi

Eric Garner deilir við lögreglumennina áður en átökin hefjast.
Eric Garner deilir við lögreglumennina áður en átökin hefjast. Skjáskot

New York borg hefur samþykkt að greiða fjölskyldu Eric Garner 5,9 milljónir Bandaríkjadala, 788 milljónir íslenskra króna, í bætur en hann lést eftir að hafa verið beittur ofbeldi af lögreglu við handtöku.

Handtakan náðist á myndband og orð Garners, „ég næ ekki andanum“, urðu að slagorði mótmælenda sem mótmæltu lögregluofbeldi gagnvart svörtum í Bandaríkjunum.

Garner var, líkt og margir fleiri, óvopnaður þegar hann var handtekinn og drepinn af hvítum lögreglumönnum. Fjölskyldan hafði hafið málsókn gegn New York og fór fram á 75 milljónir Bandaríkjadala en samið var við hana áður en til réttarhalda kom, segir í frétt BBC:

Lögreglan stöðvaði för Garners þann 17. júlí í fyrra fyrir utan verslun á Staten Island þar sem hann var að selja sígarettur ólöglega. Garner deildi við lögreglu og neitaði að vera settur í járn þá tók Daiel Pantaleo, lögreglumaður, hann hálstaki. Garner, sem var með asma, barðist um og lést síðar á sjúkrahúsi.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="480" src="https://www.youtube.com/embed/JpGxagKOkv8" width="853"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert