Blaðamenn dæmdir í 3 ára fangelsi

Mohamed Fahmy, kanadískur blaðamaður al-Jazeera, faðmar eiginkonu sína en lögmaður …
Mohamed Fahmy, kanadískur blaðamaður al-Jazeera, faðmar eiginkonu sína en lögmaður hans, Amal Clooney, sagði dóminn svívirðilegan. AFP

Dóm­stóll í Egyptalandi hef­ur dæmt þrjá blaðamenn í þriggja ára fang­elsi vegna starfa þeirra fyr­ir al-Jazeera English. Þeir voru fundn­ir sek­ir um að hafa starfað án leyf­is og fyr­ir að birta efni skaðlegt Egyptalandi.

Mál mann­anna þriggja; Mohamed Fah­my, Baher Mohamed og Peter Greste, þykir til marks um hversu grafið hef­ur verið und­an fjöl­miðlafrels­inu í Egyptalandi frá því að for­set­an­um Mohamed Morsi var steypt af stóli.

Fah­my og Mohamed voru flutt­ir í varðhald þegar dóm­ur­inn hafði verið kveðinn upp, en Greste var fjar­ver­andi þar sem hann var send­ur úr landi heim til Ástr­al­íu í fe­brú­ar sl.

Dóm­ar­inn í mál­inu, Hass­an Farid, sagði að það væri mat dóm­stóls­ins að menn­irn­ir væru ekki blaðamenn. Dóms­upp­kvaðning­in vakti mikið fjaðrafok í dómsaln­um meðal blaðamanna, er­lendra sendi­full­trúa og ást­vina dæmdu.

„Ég er í sjokki. Mín eina von er að hann verði send­ur úr landi, af því að þessi rétt­ar­höld voru grín. Eng­in málsmeðferð, eng­in rök. Allt benti til þess að þess að þeir yðru hreinsaðir af ákær­um í dag,“ sagði Adel, bróðir Fah­my.

Amal Cloo­ney, lögmaður Fah­my, sagði dóm­inn sví­v­irðileg­an. „Kanadíski sendi­herr­ann og ég mun­um eiga röð funda með egypsk­um emb­ætt­is­mönn­um þar sem við mun­um fara fram á að herra Fah­my verði flutt­ur til Kan­ada og veitt sak­ar­upp­gjöf,“ sagði hún.

Greste sagði hneyksli að hann og koll­eg­ar hans hefðu verið fundn­ir sek­ir þegar eng­in sönn­un­ar­gögn lægju því til grund­vall­ar. Hann sagði að hann hefði alltaf ótt­ast að þeir yrðu dæmd­ir sek­ir af póli­tísk­um ástæðum, en sagði að dóm­stóll­inn hefði getað kom­ist að þeirri niður­stöðu að þeir hefðu þegar tekið út refs­ing­una í gæslu­v­arðhaldi.

Shocked. Outra­ged. Angry. Up­set. None of them con­vey how I feel right now. 3 yr sentences for <a href="htt­ps://​twitter.com/​Bahrooz">@bahrooz</​a>, <a href="htt­ps://​twitter.com/​MFFa­h­my11">@MFFa­h­my11</​a> and me is so wrong.

Blaðamenn­irn­ir voru hand­tekn­ir í des­em­ber 2013 og ákærðir fyr­ir að birta ósann­ar frétt­ir og fyr­ir að eiga í sam­starfi við Bræðralag múslima, en sam­tök­in hafa verið lýst hryðju­verka­sam­tök í Egyptalandi.

Ítar­lega frétt um málið er að finna hjá Guar­di­an.

Mohamed Fahmy og Baher Mohamed.
Mohamed Fah­my og Baher Mohamed. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert