Sisi náðar blaðamann

Mohamed Fahmy
Mohamed Fahmy AFP

For­seti Egypta­lands, Abdel Fattah al-Sisi, veitti kanadíska blaðamann­in­um Mohamed Fah­my sak­ar­upp­gjöf í dag en Fahmi starfar hjá Al-Jazeera sjón­varps­stöðinni.

Rík­is­frétta­stofa Egypta­lands, MENA, seg­ir að blaðamaður­inn og tveir aðrir sem voru fang­elsaðir um leið og Fah­my hafi verið í hópi 100 fanga sem for­set­inn náðaði í dag. Þar á meðal eru tvær bar­áttu­kon­ur, þær  Sana Seif og Yara Sallam.

Fah­my var dæmd­ur í þriggja ára fang­elsi vegna starfa sinna fyr­ir al-Jazeera English auk tveggja annarra en þeir voru fundn­ir sek­ir um að hafa starfað án leyf­is og fyr­ir að birta efni skaðlegt Egyptalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert