Geta náð valdi á snjallsímum

Edward Snowden heldur áfram að upplýsa um eftirlitsgetu leyniþjónustustofnana.
Edward Snowden heldur áfram að upplýsa um eftirlitsgetu leyniþjónustustofnana. AFP

Banda­ríski upp­ljóstr­ar­inn Edw­ard Snowd­en seg­ir að eig­end­ur snjallsíma geti lítið gert til að sporna við því að leyniþjón­ust­ur nái al­gerri stjórn á tækj­un­um. Hann seg­ir að leyniþjón­ust­ur, t.d. sú breska, búi yfir þekk­ingu til að brjót­ast inn í sím­tæk­in án vit­und­ar eig­end­anna.

Þetta sagði Snowd­en í viðtali hjá breska frétta­skýr­ing­arþætt­in­um Panorama, sem er sýnd­ur í breska rík­is­sjón­varp­inu.

Hann sagði að breska leyniþjón­ust­an GCHQ geti hlustað á sam­töl og jafn­vel látið sím­tæk­in taka mynd­ir. 

Viðtalið var tekið upp í Moskvu þar sem Snowd­en hef­ur verið stadd­ur í um tvö ár. Hann lagði á flótta árið 2013 eft­ir að hafa lekið miklu magni af viðkvæm­um leyniupp­lýs­ing­um sem sýndu fram á viðamikl­ar njósn­ir og fjar­skipta- og neteft­ir­lit Þjóðarör­ygg­is­stofn­un­ar Banda­ríkj­anna (NSA).

Snowd­en gaf ekki í skyn að GCHQ og NSA hefðu áhuga á um­fangs­miklu eft­ir­liti með per­sónu­leg­um sam­skip­um al­mennra borg­ara. Hann sagði hins veg­ar að stofn­an­irn­ar hefðu fjár­fest mikið í tækni­búnaði sem ger­ir þeim kleift að brjót­ast inn í snjallsíma. „Þeir vilja eiga sím­ann þinn frem­ur en þig,“ seg­ir hann í viðtal­inu.

Hann bæti við að GCHQ hefði kallað tækn­ina eft­ir Strump­un­um. Sem dæmi má nema voru nöfn­in For­vitn­istrump­ur og Eft­ir­lits­strump­ur notuð. Sá fyrr­nefndi um búnað sem get­ur gert leyniþjón­ust­unni kleift á hlusta á sam­töl. Hinn um búnað sem ger­ir leyniþjón­ust­unni kleift að staðsetja fólk með mik­illi ná­kvæmni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert