Snowden tilbúinn að fara í fangelsi

Edward Snowden hefur dvalið í Rússlandi í tvö ár.
Edward Snowden hefur dvalið í Rússlandi í tvö ár. AFP

Edw­ard Snowd­en seg­ist oft hafa boðist til að fara í fang­elsi í Banda­ríkj­un­um og koma þar með út „út­legð“ í Rússlandi. Hann seg­ist enn vera að bíða eft­ir svör­um frá rík­is­stjórn Banda­ríkj­anna.

Banda­ríski upp­ljóstr­ar­inn er þekkt­ast­ur fyr­ir að hafa ljóstrað upp um ýmis leynigögn banda­rískra stofn­ana greindi frá þessu í viðtali við BBC, breska rík­is­út­varpið. Þar sagðist hann vera til­bú­inn að kom­ast að sam­komu­lagi við banda­rísk yf­ir­völd.

„Enn sem komið er hafa þau ekki sagt að þau muni ekki pynta mig, sem er byrj­un. Ég held að við höf­um ekki kom­ist mikið lengra en það,“ sagði Snowd­en en hann hef­ur dvalið í Rússlandi í tvö ár.

Snowd­en var spurður hvort hann og lög­fræðing­ur hans væru að ræða samn­ingi við rík­is­stjórn Banda­ríkj­anna. „Við erum enn að bíða eft­ir því að þau hringi í okk­ur,“ svaraði Snowd­en.

Snowd­en tel­ur á ákær­urn­ar á hend­ur hon­um séu ekki sann­gjarn­ar.

„Sam­kvæmt njósna­lög­gjöf­inni er hver sem út­veg­ar al­menn­ingi upp­lýs­ing­ar sek­ur, hvort sem það er rétt eða rangt,“ sagði hann. „Þér er ekki einu sinni heim­ilt að út­skýra fyr­ir dómi hvað varð til þess að þú ákvaðst að deila upp­lýs­ing­un­um. Það snýst bara um hvort þú deild­ir þeim eða ekki. Ef þú gerðir það færð þú lífstíðarfang­elsi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert