Vissu ekki að þau væru að deyja

00:00
00:00

Farþegar MH17 höfðu enga hug­mynd um að þeir væru í þann mund að láta lífið. Eng­ar lík­ur eru á því að fólkið í vél­inni hafi fundið fyr­ir ein­hverju eða vitað hvað var að ger­ast.

„Jafn­vel þó að nafn þeirra sem bera ábyrgð komi ekki fram í niður­stöðum rann­sókn­ar­inn­ar, gera niður­stöðurn­ar það að verk­um að við get­um lokað ein­hverj­um dyr­um, við höf­um ein­hver svör,“ seg­ir Belgi sem missti bróður sinn í árás­inni.

Niður­stöður rann­sókn­ar á voðaverk­inu í Úkraínu sum­arið 2014 liggja nú fyr­ir í skýrslu sem kynnt var í morg­un. Þar seg­ir að BUK-flug­skeyti hafi grandað vél­inni og það hafi hafnað í vinstri hlið stjórn­klef­ans.

Rúss­nesk­ur fram­leiðandi skeyt­is­ins dreg­ur niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar í efa. Í skýrsl­unni seg­ir einnig að loka hefði átt loft­helg­inni yfir átaka­svæðinu.

Flug­skeyt­inu var skotið frá átaka­svæði í aust­ur­hluta Úkraínu með þeim af­leiðing­um að all­ir um borð létu lífið, eða 298 manns. Á blaðamanna­fund­in­um í morg­un kom fram að þeir sem að rann­sókn­inni stóðu hefðu ekki fundið ná­kvæm­lega hvaðan BUK-skeyt­inu var skotið á loft.

Tekið er fram í frétt AFP-frétta­veit­unn­ar að á korti sem fjöl­miðlum hefði verið sýnt hefði aft­ur á móti verið greini­legt að um er að ræða svæði ná­lægt Do­netsk í Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinn­ar ráða ríkj­um.

Frá blaðamannafundinum í morgun.
Frá blaðamanna­fund­in­um í morg­un. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert