Evrópuþingið kemur Snowden til varnar

Edward Snowden hefur sagt að hann vilji gjarnan snúa aftur …
Edward Snowden hefur sagt að hann vilji gjarnan snúa aftur til Bandaríkjanna, en ólíklegt verður að teljast að af því geti orðið. AFP

Evr­ópuþingið hef­ur samþykkt álykt­un þar sem kallað er eft­ir því að aðild­ar­ríki sam­bands­ins látið niður falla all­ar ákær­ur gegn Edw­ard Snowd­en og að þau veiti hon­um vernd og komi í veg fyr­ir framsal hans á þeim for­send­um að hann sé upp­ljóstr­ari og alþjóðleg­ur verj­andi mann­rétt­inda.

Máls­grein­in um Snowd­en, í álykt­un um rétt­indi rík­is­borg­ara aðild­ar­ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins, var samþykkt með 285 at­kvæðum en 281 Evr­ópuþingmaður greiddi at­kvæði á móti.

Snowd­en hef­ur fagnað ákvörðun þings­ins á Twitter.


Í álykt­un­inni seg­ir einnig að þegar kem­ur að um um­fangs­mikl­um eft­ir­litsaðgerðum yf­ir­valda hafi of lítið verið gert til að standa vörð um mann­rétt­indi rík­is­borg­ara Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna.

Þá kall­ar þingið eft­ir því að fram­kvæmda­stjórn sam­bands­ins tryggi að öll per­sónu­grein­an­leg gögn sem flutt eru til Banda­ríkj­anna njóti sömu vernd­ar og gerðar eru kröf­ur um í Evr­ópu.

Frétt mbl.is: Kröfðust framsals frá Skandi­nav­íu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert