Ekkert hæli fyrir Snowden í Danmörku

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur.
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. AFP

For­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, Lars Løkke Rasmus­sen, tek­ur all­an vafa af um að upp­ljóstr­ar­inn Edw­ard Snowd­en fái ekki hæli í Dan­mörku. Seg­ir Rasmus­sen Snowd­en vera glæpa­mann.

Evr­ópuþingið hef­ur samþykkt álykt­un þar sem kallað er eft­ir því að aðild­ar­ríki sam­bands­ins látið niður falla all­ar ákær­ur gegn Edw­ard Snowd­en og að þau veiti hon­um vernd og komi í veg fyr­ir framsal hans á þeim for­send­um að hann sé upp­ljóstr­ari og alþjóðleg­ur verj­andi mann­rétt­inda.

Stjórn­ar­andstaðan á danska þing­inu tel­ur að Dan­ir eigi að bjóða Snowd­en hæli í Dan­mörku.

Rasmus­sen er al­farið á móti hug­mynd­inni ef marka má orð hans á þing­inu í gær. Það sé eng­inn grund­völl­ur fyr­ir því að Dan­mörk bjóði Snowd­en upp á slíkt.

„Ég á mjög erfitt með að sjá hvaða ástæða ætti að liggja á bak við að þingið samþykki sér­stök lög og grípi til sér­stakra aðgerða til þess að bjóða banda­rísk­um rík­is­borg­ara póli­tískt hæli í Dan­mörku,“ seg­ir Rasmus­sen.

Hann sé eft­ir­lýst­ur út af mörg­um laga­brot­um og það er það sem hann er brotamaður. Banda­rík­in eru lýðræðis­ríki, bætti for­sæt­is­ráðherr­ann við.

The Local

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert