Dauðadómar ógiltir

AFP

Egypsk­ur áfrýj­un­ar­dóm­stóll hef­ur ógilt dauðadóma yfir 149 mönn­um sem eru sakaðir um að hafa drepið lög­reglu­menn í árás á lög­reglu­stöð. 

Dóm­ar­ar við áfrýj­un­ar­dóm­stól­inn dæmdu und­ir­rétt til þess að rétta í mál­inu að nýju en alls lét­ust 13 lög­reglu­menn í árás á lög­reglu­stöð í ná­grenni Kaíró 4. ág­úst 2013. Þann sama dag skaut lög­regl­an hundruð fé­laga í Bræðralagi mús­líma til bana í höfuðborg­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert