Snowden reiðubúinn til að snúa aftur

Edward Snowden
Edward Snowden AFP

Edw­ard Snowd­en seg­ist vera reiðubú­inn til þess að snúa aft­ur til Banda­ríkj­anna ef rík­is­stjórn­in trygg­ir að rétt­ar­höld­in yfir hon­um verði rétt­lát.

Þetta kom fram í máli upp­ljóstr­ar­ans sem hef­ur búið í Rússlandi frá því í júní 2013 á ráðstefnu New Hamps­hire Li­berty For­um. Hann seg­ir að þar myndi hann verja ákvörðun sína um að leka þúsund­um leyniskjala þjóðarör­ygg­is­stofn­un­ar Banda­ríkj­anna. Það yrði síðan í hönd­um kviðdóms að ákveða dóm­inn yfir hon­um. 

Guar­di­an grein­ir frá þessu en Snowd­en talaði á ráðstefn­unni í gegn­um Google Hangouts. Hann á yfir höfði sér ákæru fyr­ir njósn­ir og allt að 30 ára fang­els­is­dóm verði hann fund­inn sek­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert