Vilja semja áður en Obama hættir

Barack Obama, Bandaríkjaforseti.
Barack Obama, Bandaríkjaforseti. AFP

Evr­ópu­sam­bandið legg­ur áherslu á að ljúka yf­ir­stand­andi fríversl­un­ar­viðræðum sín­um við Banda­ríkja­menn áður en Barack Obama læt­ur af embætti sem for­seti Banda­ríkj­anna. Þetta kem­ur fram á frétta­vefn­um Eu­obser­ver.com. Obama læt­ur af embætti í janú­ar á næsta ári en for­seta­kosn­ing­ar fara fram í haust.

Fríversl­un­ar­viðræðurn­ar hóf­ust form­lega sum­arið 2013 og stóð upp­haf­lega til að ljúka þeim fyr­ir árs­lok 2014 en því var síðan frestað til loka síðasta árs. Óvíst er hvenær viðræðunum lýk­ur ef þær á annað borð leiða til end­an­legs samn­ings en banda­rísk­ir emb­ætt­is­menn lýstu því yfir ný­verið að óvíst væri hvort hægt yrði að ljúka þeim áður en Obama hætt­ir sem for­seti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert