Stuðningur við samninginn hruninn

Frá mótmælum gegn fríverslunarsamningnum.
Frá mótmælum gegn fríverslunarsamningnum. AFP

Stuðning­ur á meðal al­menn­ings í Þýskalandi og Banda­ríkj­un­um við fyr­ir­hugaðan fríversl­un­ar­samn­ing á milli Banda­ríkj­anna og Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur hrunið sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar.

Þetta kem­ur fram á frétta­vefn­um Eu­obser­ver.com. Vísað er í skoðana­könn­un sem gerð var af stofn­un­inni Bertels­mann Foundati­on en sam­kvæmt henni telja nú aðeins 17% Þjóðverja og 18% Banda­ríkja­manna að fyr­ir­hugaður fríversl­un­ar­samn­ing­ur sé af hinu góða.

Rifjað er upp í frétt­inni að fyr­ir tveim­ur árum síðan hafi 55% Þjóðverja og 53% Banda­ríkja­manna stutt fyr­ir­hugaðan samn­ing.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert