Hafna fríverslun við Bandaríkin

Francois Hollande Frakklandsforseti.
Francois Hollande Frakklandsforseti. AFP

Frakk­ar hafna fyr­ir­huguðum fríversl­un­ar­samn­ingi Evr­ópu­sam­bands­ins við Banda­rík­in eins og sak­ir standa. Þetta er haft eft­ir Franco­is Hollande, for­seta Frakk­lands, á frétta­vefn­um Eu­obser­ver.com í dag. Viðræður hafa staðið yfir frá ár­inu 2013. Alls óvíst er hvenær viðræðunum kann að ljúka og er jafn­vel talið að þær gætu tekið nokk­ur á til viðbót­ar.

„Við erum ekki hlynnt fríversl­un án þess að um hana gildi regl­ur,“ seg­ir Hollande og bæt­ir við að hann hafnaði því að fórna grund­vall­ar­hags­mun­um fransks land­búnaðar og franskr­ar menn­ing­ar. Þá væri hann sömu­leiðis al­ger­lega and­víg­ur því að aðgengi að opn­in­ber­um útboðum yrði ekki gagn­kvæm­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert