Fæddi stúlku eftir að missa 3 börn

Violet litla er mikill sólargeisli í lífi foreldra sinna.
Violet litla er mikill sólargeisli í lífi foreldra sinna. Skjáskot/BBC

Ástr­alskt par sem missti þrjú börn er flug­vél Malaysia Air­lines, MH17 var skot­in niður í Úkraínu í júlí 2014, hef­ur eign­ast stúlku­barn.

Ant­hony Masl­in og Ma­rite Norr­is misstu börn­in sín þrjú, Mo, Evie og Otis. Einnig var faðir Norr­is um borð. All­ir sem voru í flug­vél­inni lét­ust, 298 manns. Þar af voru átta­tíu börn.

En nú hef­ur ham­ingj­an heim­sótt Masl­in og Norr­is og segja þau fæðingu Vi­olet May „undra­verða gjöf“, að því er fram kem­ur í frétt BBC.

„Fæðing Vi­olet er vitn­is­b­urður um þá trú okk­ar að ást­in er sterk­ari en hatrið,“ sagði parið í yf­ir­lýs­ingu. „Þján­ing­in er enn mik­il en Vi­olet, og sú trú okk­ar að öll börn­in okk­ar fjög­ur séu alltaf með okk­ur, fær­ir okk­ur ljós í myrkr­inu.“

Vitna hjón­in svo í Mart­in Lut­her King sem sagði: Myrkrið get­ur fælt myrkrið á braut, aðeins ljósið get­ur það. Hat­ur get­ur ekki fælt hatrið í burtu, aðeins ást­in get­ur það.“

Flug­vél Malaysia Air­lines var skot­in niður er hún flaug yfir átaka­svæði í aust­ur­hluta Úkraínu. Hún var á leið frá Amster­dam til Kuala Lump­ur.

Masl­in og Norr­is höfðu orðið eft­ir í Amster­dam en börn­in þeirra þrjú, sem voru á aldr­in­um 8-12 ára, voru á leið til Ástr­al­íu ásamt afa sín­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert