Snowden vill nýja löggjöf um uppljóstranir

Bandarískri uppljóstrarinn Edward Snowden.
Bandarískri uppljóstrarinn Edward Snowden. AFP

Edw­ard Snowd­en seg­ir nauðsyn­legt að end­ur­skoða lög­gjöf um rétt­indi upp­ljóstr­ara í Banda­ríkj­un­um. Þetta seg­ir hann eft­ir að heim­ild­armaður inn­an úr varn­ar­málaráðuneyti Banda­ríkj­anna sagði frá því að kerfið reyni að veiða upp­ljóstr­ara í gildru til að koma í veg fyr­ir upp­ljóstran­ir.

John Cra­ne, fyrr­um starfsmaður Pentagon, steig ný­verið fram og greindi frá þess­um starfs­hátt­um varn­ar­málaráðuneyt­is­ins. Stinga orð hans í stúf við það sem Hillary Cl­int­on og Barack Obama hafa haldið fram. Hafa þau bæði sagt að nú­ver­andi lög­gjöf verndi upp­ljóstr­ara á borð við Edw­ard Snowd­en. 

Seg­ist Snowd­en hafa reynt að vara upp­ljóstr­ara úr Pentagon við slík­um gildr­um í lang­an tíma. „Upp­ljóstr­ar­ar í þess­ari stöðu eru að leika sér að eld­in­um,“ seg­ir Snowd­en í viðtali við The Guar­di­an.

Hann seg­ir enn frem­ur: „Við þurf­um skýra, fram­kvæm­an­lega lög­gjöf sem vernd­ar upp­ljóstr­ara og við þurf­um fyr­ir­mynd­ir sem sýna að það er hægt að ljóstra upp um leynd­ar­mál án þess að hafna í fang­elsi. Það eru eng­ir hvat­ar fyr­ir upp­ljóstr­ara í dag til þess að segja frá ólög­leg­um starfs­hátt­um ráðuneyta og op­in­berra stofn­ana og það mun ekki breyt­ast nema með breyttri lög­gjöf.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert