Blaðamenn dæmdir til dauða

00:00
00:00

Mohamed Morsi, fyrr­ver­andi for­seti Egypta­lands, var í dag dæmd­ur í lífstíðarfang­elsi. Sex sak­born­ing­ar í sama máli voru dæmd­ir til dauða. Morsi hef­ur áður verið dæmd­ur til dauða í öðru máli.

Morsi var fyrsti lýðræðis­lega kjörni for­seti Egypta­lands en hon­um var steypt af stóli árið 2013. Hann hlaut í dag lífstíðardóm fyr­ir að hafa leitt ólög­leg sam­tök auk þess sem hann hlaut fimmtán ára dóm fyr­ir að hafa í sín­um meðför­um stol­in skjöl er vörðuðu rík­is­leynda­mál. Hann var hins veg­ar sýknaður af ákæru um að hafa veitt skjöl­un­um áfram til Kat­ar.

Þeir sem dæmd­ir voru til dauða voru dæmd­ir fyr­ir að hafa komið um­rædd­um skjöl­um er inni­héldu rík­is­leynd­ar­mál áfram til Kat­ar. Þrír af þeim starfa sem blaðamenn og þar af tveir fyr­ir Al-Jazeera. 

Stjórn­end­ur Al-Jazeera hafa for­dæmt dóm­inn og segja hann vera af póli­tísk­um toga. Þá sé með þessu harka­lega vegið að tján­ing­ar­frels­inu og frjálsri fjöl­miðlun.

Blaðamenn­irn­ir tveir sem störfuðu fyr­ir Al-Jazeera heita Ibra­him Mohamed Hilal og Alaa Omar Mohamed Sa­bl­an, sem er jórd­ansk­ur rík­is­borg­ari. Sam­kvæmt AFP heit­ir þriðji blaðamaður­inn Asmaa Mohamed al-Khatib og starfar hún fyr­ir frétta­veit­una Rassd sem styður Bræðralag múslima.

Mohamed Morsi við dómsuppkvaðninguna í dag.
Mohamed Morsi við dóms­upp­kvaðning­una í dag. AFP
Sex manns voru dæmdir til dauða í dag.
Sex manns voru dæmd­ir til dauða í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert