Árásarmaður skotinn til bana

Lögreglan á verði í Baton Rouge.
Lögreglan á verði í Baton Rouge. AFP

Einn árásarmaður hefur verið skotinn til bana eftir skotárás á lögreglumenn í borginni Baton Rouge í Louisiana í Bandaríkjunum.

Talið er að tveir til viðbótar séu á flótta, samkvæmt lögreglunni í Baton Rouge.

Alls eru þrír lögreglumenn látnir eftir árásina og þrír til viðbótar særðir, samkvæmt nýjustu fregnum.

Svo virðist sem skotárás hafi verið hafin áður en lögreglan kom á vettvang.

„Mér skilst að lögreglumennirnir hafi verið að bregðast við skotárás,“ sagði talsmaður lögreglunnar við sjónvarpsstöðina WAFB.

John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana sagði í yfirlýsingu: „Þetta er óskiljanleg árás sem ekki er hægt að réttlæta á okkur öll á sama tíma og við þurfum á samstöðu að halda,“ sagði hann.

„Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að sjá til þess að hinir seku verðir handsamaðir,“ bætti hann við.

Frétt mbl.is: Þrír lögreglumenn skotnir til bana

Lögreglunni barst ábending um „grunsamlega manneskju á gangi niður Airline-þjóðveginn með árásarriffil“, samkvæmt heimildum fréttastofunnar CNN. Þegar lögreglan kom á vettvang var skotið á hana.

Lögreglan leitar að einum eða fleiri svartklæddum manneskjum eða í herklæðnaði.

Frá handtökum mótmælenda fyrr í mánuðinum.
Frá handtökum mótmælenda fyrr í mánuðinum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert