„Heigulsháttur“ í Baton Rouge

Lögreglan stendur vörð við þjóðveginn þar sem lögreglumennirnir voru drepnir.
Lögreglan stendur vörð við þjóðveginn þar sem lögreglumennirnir voru drepnir. AFP

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur fordæmt skotárásina í Baton Rouge í Louisiana í dag og segir að um heigulshátt hafi verið að ræða.

Þrír lögreglumenn létust og þrír til viðbótar særðust. Leit stendur enn yfir að tveimur grunuðum árármönnum en einn er látinn.

Frétt mbl.is: Árásarmaður skotinn til bana

„Í annað sinn á tveimur vikum hafa lögreglumenn, sem leggja líf sín í hættu í margar klukkustundir á hverjum degi og voru að sinna sínum skyldustörfum, verið drepnir í viðbjóðslegri árás heigla,“ sagði Obama í yfirlýsingu.

„Þessum árásum á opinbera starfsmenn, þvert gegn lögum og því sem gengur og gerist í siðmenntuðu þjóðfélagi, verður að linna.“

Barack Obama Bandaríkjaforseti.
Barack Obama Bandaríkjaforseti. AFP

Fyrr í þessum mánuði voru fimm lögreglumenn skotnir til bana í borginni Dallas í Texas meðan á mótmælum stóð eftir að lögreglumenn skutu tvo þeldökka Bandaríkjamenn til bana með stuttu millibili.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert