Greiða skaðabætur vegna MH17

Minningarathöfn vegna fórnarlambanna fór fram í gær.
Minningarathöfn vegna fórnarlambanna fór fram í gær. AFP

Flug­fé­lagið Malaysia Air­lines hef­ur kom­ist að sam­komu­lagi við aðstand­end­ur flestra fórn­ar­lambanna sem lét­ust, þegar farþegaþota flug­fé­lags­ins, MH17, var skot­in niður í Úkraínu árið 2014, um greiðslu skaðabóta. Þetta seg­ir Veeru Mewa, lögmaður aðstand­end­anna.

Þotan var skot­in niður fyr­ir tveim­ur árum, 17. júlí 2014, með rúss­neskri BUK-flaug í loft­helgi Úkraínu. All­ir um borð, 298 manns, létu lífið.

Hol­lensk­ir fjöl­miðlar greindu frá því í gær­kvöldi að sam­komu­lag hefði náðst um greiðslu skaðabóta en báðir deiluaðilar, þ.e. flug­fé­lagið og aðstand­end­ur, samþykktu að gæta trúnaðar um fjár­hæð bót­anna og efn­is­atriði sam­komu­lags­ins.

At­höfn til minn­ing­ar um fórn­ar­lömb­in fór fram í ná­grenni Schip­hol-flug­vall­ar­ins í Amster­dam í Hollandi í gær.

Ábyrgð flug­fé­laga vegna flug­slysa var ákveðin á ráðstefnu í Montreal árið 1999 þar sem niðurstaðan varð að há­marks­ábyrgð flug­fé­laga væri 143 þúsund evr­ur á fórn­ar­lamb.

Það fer eft­ir aðstæðum hjá hverj­um og ein­um hversu háar skaðabæt­urn­ar verða. Í frétt breska rík­is­út­varps­ins seg­ir að þær geti orðið allt að 109 þúsund evr­ur í þessu til­viki.

Frest­ur til þess að leggja fram skaðabóta­kröfu rann út í gær.

Í októ­ber greindi alþjóðleg rann­sókn­ar­nefnd frá því að þotan hefði verið skot­in niður af svo­kölluðu BUK-flug­skeyti sem var fram­leitt í Rússlandi. Þá var flug­skeyt­inu skotið frá svæði sem var und­ir stjórn upp­reisn­ar­manna.

Nefnd­in vildi þó ekki segja að það hafi verið upp­reisn­ar­menn sem skutu þot­una niður og þá hafa Rúss­ar ávallt neitað aðild að mál­inu. Hol­lensk rann­sókn­ar­nefnd mun birta niður­stöður sín­ar í haust.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert